Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

91. fundur 21. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 1-7.
Pétur Heimisson sat fundinn undir liðum nr. 5-12.

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, athafna- og hafnarsvæði, fráveita, íbúaðasvæði, gönguleið og ferðamannabryggja

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 lauk 27. júlí síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands auk þess sem Búlandstindur ehf. sendi inn athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði lagfæringar á orðalagi í samræmi við umsögn MÍ og kaflanum um umhverfismat áætlunar í samræmi við ábendingar sem fram koma í umsögn NÍ. Í umsögn Búlandstinds er að meginefni fjallað um framtíðaráform sem eru ekki viðfangsefni þessarar tillögu og samþykkir ráðið að vísa umsögninni til frekari úrvinnslu við gerð skipulagsbreytingar sem unnið er að varðandi stækkun hafnar- og athafnasvæðis við Innri Gleðivík. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Auglýsingu á tillögu vegna nýs deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi lauk 27. júlí síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni auk þess sem Ice Fish Farm AS/Laxar fiskeldi ehf. sendi inn athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði breytingar á tillögunni svo hægt verði að koma fyrir lögn fyrir Búlandstind sem gert er ráð fyrir að liggi áfram yfir í Hundavog. Umsögn MÍ gefur ekki tilefni til að gerðar verði breytingar á tillögunni. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir sem fram koma í umsögn Vegagerðarinnar en felur jafnframt skipulagsfulltrúa að funda með Vegagerðinni um málið. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Kynningu skipulags- og matslýsingar, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lauk 28. júlí síðast liðinn. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar skipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Kynningu vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lauk 28. júlí síðast liðinn. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar skipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Seyðisfjarðar að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um byggingarheimild, Kaupvangur 25, 700,

Málsnúmer 202307097Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar á lóð við Kaupvang 25 (L186207) á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Kaupvang 23.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um byggingarheimild, Búland 10, 765,

Málsnúmer 202307050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna breytinga á þaki við Búland 10 (L159321) á Djúpavogi. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Hraun 1 og Búland 12.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um stofnun fasteignar(þjóðlendu)Kverkfjöll

Málsnúmer 202307034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá forsætisráðuneytinu um stofnun þjóðlendu þ.e. Kverkfjöll (hluti Vatnajökuls í Múlaþingi máli nr. 1/2007 hjá óbyggðanefnd).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.Selavin við lónið

Málsnúmer 202304151Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Elvari Snæ Kristjánssyni um hugmynd hans um að sett verði upp selavin við Lónið á Seyðisfirði. Erindið var tekið til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar í maí þar sem því var vísað til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.
Í samræmi við bókun heimastjórnar var óskað eftir umsögn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar sem er leigutaki í Fjarðará og liggur hún nú fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir málsaðila um að sett verði upp selavin í Lóninu en telur ekki vera svigrúm í fjárhagsáætlun ársins til þess að fara í viðeigandi framkvæmdir.
Ráðið hvetur heimastjórn Seyðisfjarðar til þess að taka hugmyndina til frekari rýni við umfjöllun og vinnu í tengslum við samfélagsverkefni ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

9.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Verkefnastjórar framkvæmdamála kynna stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:30
  • Bergvin Jóhann Sveinsson - mæting: 09:30

10.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur ítrekuð bókun frá heimastjórn Djúpavogs um að tafarlaust verði hafin vinna við breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 með það fyrir augun að eldsneytisafgreiðslu verði fundinn staður fjær íbúðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að funda með formanni heimastjórnar á Djúpavogi og forsvarsaðilum N1 ehf. varðandi framtíðaráform þeirra á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

11.Samráðsgátt, Grænbók um skipulagsmál

Málsnúmer 202308039Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið hefur birt grænbók um skipulagsmál í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbók er ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu landsskipulagsstefnu. Leitast er við að svara því hvernig gildandi landsskipulagsstefna hefur reynst og hverjar eru helstu áskoranir til næstu fimmtán ára. Sett er fram tillaga að framtíðarsýn og drög að áherslum.
Umsagnarfrestur er til 24. ágúst nk.

Lagt fram til kynningar.

12.Samráðsgátt. Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 202307019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.
Byggðaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum 11. júlí síðast liðinn og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?