Fara í efni

Hjólastígur milli Egilsstaða og Eiða

Málsnúmer 202305082

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um hjólastíg milli Egilsstaða og Eiða frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að við gerð nýs aðalskipulags verði gert ráð fyrir göngu- og hjólareiðastíg milli Eiða og Egilsstaða m.a. til að aðskilja umferð hjólandi og akandi, með öryggissjónarmið í huga og bæta útivistarmöguleika á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs um að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg milli Eiða og Egilsstaða í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg milli Eiða og Egilsstaða í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?