Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

36. fundur 08. júní 2023 kl. 09:30 - 11:45 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að nýju máli yrði bætt á dagskrá fundarins, málsnúmer 202304117.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jóhann Gísli Jóhannsson sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Jökla Guesthouse

Málsnúmer 202305151Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þorsteini Snædal, kt. 2712692939, dagsett 11.5. 2023, um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II-c, minna gistiheimili, að Skjöldólfsstöðum 1, 701 Egilsstöðum.

Á grundvelli 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn um um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II-c, minna gistiheimili, að Skjöldólfsstöðum 1, 701 Egilsstöðum.

Heimastjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt staðfestir heimastjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir heimastjórn að kröfum um brunavarnir er fullnægt, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar farfuglaheimili

Málsnúmer 202304117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Önnu Kristínu Magnúsdóttur, dagsett 6.6. 2023, um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki III-D, gistiskáli D, að Eiðum bóndabær 5, 701 Egilsstöðum.

Á grundvelli 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn um um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki III-d, gistiskáli D, að Eiðum bóndabær 5, 701 Egilsstöðum, með þeim fyrirvara sem fram kemur hér að neðan.

Heimastjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við skipulagsskilmála sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Jafnframt staðfestir heimastjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir heimastjórn að leyfið verði veitt miðað við 14 manns, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi, en með þeim fyrirvara, sem fram kemur í umsögninni, um úrbætur eldvarna sem verði lokið fyrir 1. júlí 2023, ella verði óskað eftir því að sýslumaður afturkalli rekstrarleyfið. Heimastjórn staðfestir að byggingin er skráð á byggingarstig 7 og telst eignin því fullbúin, sbr. umsögn byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umsögn um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.5. 2023 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir skólphreinsivirki við Melshorn, annars vegar frá Sveini Jónssyni og hins vegar frá Vegagerðinni.

Ráðið telur að með ákvörðun sveitarstjórnar Múlaþings um að gera breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 sem gerir ráð fyrir að stofnbraut frá Fjarðarheiðargöngum verði lögð um svokallaða Suðurleið sunnan við þéttbýlið og jafnframt að fella út vegtengingu stofnvegar um Melshorn, eigi efni athugasemdanna varðandi veghelgunarsvæði ekki lengur við.

Hvað varðar vatnsverndarsvæði þá er það atriði sem á eftir að laga með því að uppfæra uppdrætti og fella það út af uppdráttum fyrir svæðið þar sem vatnstaka fyrir vatnsveituna er nú á öðrum stað. Leiðréttingin kemur væntanlega inn í nýtt aðalskipulag Múlaþings sem er í undirbúningi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir umsögn um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum lauk þann 25. maí sl.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.6. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Hákonarstaða og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar málinu þar sem ekki liggur fyrir stðafest aðalskipulag / rammaskipulag.

5.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum lauk þann 25. maí sl.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.6. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Grund á Jökuldal að teknu tilliti til athugasemda sem fram koma í athugasemd Minjastofnunar Íslands og felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á gögnunum. Málinu vísað til afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar málinu þar sem ekki liggur fyrir stðafest aðalskipulag / rammaskipulag.

6.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags í landi Klaustursels lauk þann 25. maí sl.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.6. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Klaustursels með þeim breytingum sem ráðið hefur ákveðið og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að láta gera viðveigandi breytingar á skiplagsgögnum í samræmi við umræður á fundinum. Eftifarandi breytingar verða gerðar á skipulagsgögnum:
- Breyta skal skilgreiningu þjónustustígs eins og hann er merktur á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við gildandi Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem hann er skráður tengivegur.
- Fella skal út göngustíg niður með Eyju og samræma við rammahluta aðalskipulags.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar málinu þar sem ekki liggur fyrir stðafest aðalskipulag / rammaskipulag.

7.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.6. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkir ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Miðað er við að gögn verði uppfærð og fjarlægð aðstöðuhúss að vegi verði ekki minni en 30 metrar.

Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að koma húsinu fyrir í meiri fjarlægð frá vegi en sem nemur 30 metrum og það kosti mun meira rask á umhverfi og landi að gera það og tekur ráðið undir þau sjónarmið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar málinu þar til fyrir liggur hvort veitt verði undanþága frá 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.

8.Raforkumál í dreifbýli

Málsnúmer 202101013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um raforkumál í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar og vinna að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kalt vatn í dreifbýli

Málsnúmer 202305081Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um kalt vatn í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að teknar verði upp viðræður við stjórnvöld um fyrirkomulag stuðnings við vatnsöflun í dreifbýli með það að markmiði að efla örugga vatnsöflun í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hjólastígur milli Egilsstaða og Eiða

Málsnúmer 202305082Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um hjólastíg milli Egilsstaða og Eiða frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að við gerð nýs aðalskipulags verði gert ráð fyrir göngu- og hjólareiðastíg milli Eiða og Egilsstaða m.a. til að aðskilja umferð hjólandi og akandi, með öryggissjónarmið í huga og bæta útivistarmöguleika á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Sorphirða í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um sorphirðu í dreifbýli Fljótsdalshéraðs frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim ábendingum sem fram komu um sorphirðu á íbúafundunum til umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu.

Heimastjórnin fagnar því verkefni sem kynnt hefur verið um söfnun brotajárns og annars grófs úrgangs í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um heimreiðar og viðhald þeirra frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gerð verði úttekt á heimreiðum og ástandi þeirra með það að markmiði að lagfæra og byggja upp heimreiðar á svæðinu, en ástand þeirra er víða slæmt vegna skorts á viðhaldi og endurbótum og aukinnar umferðar m.a. þungra ökutækja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um vetrarþjónustu á vegum í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því sem fram kom á íbúafundunum um að vetrarþjónusta á vegum hefði batnað milli ára. Heimastjórnin beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu á fundunum og vinna að frekari samhæfingu varðandi snjóhreinsun og hálkuvarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Girðingar í dreifbýli og viðhald þeirra

Málsnúmer 202305086Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um girðingar í dreifbýli og viðhald þeirra frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Málinu frestað til næsta fundar.

15.Varmadælur í dreifbýli

Málsnúmer 202305087Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um varmadælur í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Málinu frestað til næsta fundar.

16.GSM samband á Jökuldal

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um gsm samband á Jökuldal frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að vinna að úrbótum á gsm sambandi á svæðinu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila s.s. símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Virkjun fallvatna

Málsnúmer 202305091Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um virkjun fallvatna frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim ábendingum sem fram koma í minnispuntkum til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir fyrir ágúst til desember 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við þær tillögur að fundadagatali sem fram koma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Ræddar voru leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.
Heimastjórn óskar eftir því að starfsmaður undirbúi tillögur í samræmi við umræður á fundinum sem lagðar verði fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?