Fara í efni

Virkjun fallvatna

Málsnúmer 202305091

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um virkjun fallvatna frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim ábendingum sem fram koma í minnispuntkum til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 38. fundur - 16.08.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.23, varðandi minnispunkta um virkjun fallvatna frá samtalsfundum heimastjórnar með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem lagði jafnframt fram bókun VG, Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til minnisblaðs heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi ábendingar er fram komu á fundi með íbúum í apríl beinir sveitarstjórn Múlaþings til stjórnar HEF veitna að veita umsögn um mögulega aðkomu félagsins að virkjunarmálum í sveitarfélaginu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að koma á upplýsingafundi sveitarstjórnar Múlaþings með fulltrúum Artic Hydro varðandi Geitdalsárvirkjun og Hamarsvirkjun.

Samþykkt með 9a tkvæðum, 2 sitja hjá (ÁMS,HHÁ)

Fulltrúar VG leggja fram eftirfarandi bókun:
Ekki liggur fyrir hvort og hvenær frekari orkuöflunar er þörf í landinu og í því sambandi er mikil upplýsingaóreiða. Náttúra Austurlands leggur þegar til umtalsvert hlutfall allrar framleiddrar orku í landinu. Með það í huga og sömuleiðis að ferðaþjónusta er verulega vaxandi atvinnugrein á Austurlandi þá eru það skýrir hagsmunir íbúa Austurlands til lengri tíma að varðveita náttúru landshlutans og ekki síst í óbyggðu hálendi Austurlands. Af þessum ástæðum er því brýnt að leita allra leiða til betri orkunýtingar sem og að meta vandlega í hvað orkan svo fer. Í því samhengi er minnt á að nú þegar rúmt eitt ár er liðið af kjörtímabilinu liggur ekkert fyrir frá loftslagshópi sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?