Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

38. fundur 16. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:05 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ábyrgð vegna lántöku HEF

Málsnúmer 202307106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 08.08.23, varðandi ábyrgðaryfirlýsingar Múlaþings, kt. 660220-1350, til tryggingar yfirdráttarheimildar HEF Veitna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarlánstöku HEF Veitna ehf. kt. 470605-1110 hjá Arionbanka hf. að fjárhæð kr. 500.000.000 og gildi til ársloka 2023. Er sjálfskuldarábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir veitunnar á starfsvæði Múlaþings. Sveitarstjórn Múlaþings skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda HEF Veitna til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp. Jafnframt er Birni Ingimarssyni sveitarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Múlaþings veitingu ofangreindrar ábyrgðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 08.08.23, varðandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á breytingatillögum á reglum Múlaþings um sérstakan húsnæðisstuðning. Breytingarnar fela í sér að árlegar leiðbeiningar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um tekju- og eignamörk þarf ekki að leggja fyrir fjölskylduráð ár hvert, heldur eru þær þau viðmið sem gilda hverju sinni. Þegar nýjar tölur berast frá ráðuneytinu eru þær uppfærðar í reglum af starfsmönnum og á heimasíðu sveitarfélagsins skjólstæðingum til hægðarauka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Virkjun fallvatna

Málsnúmer 202305091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.23, varðandi minnispunkta um virkjun fallvatna frá samtalsfundum heimastjórnar með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem lagði jafnframt fram bókun VG, Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til minnisblaðs heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi ábendingar er fram komu á fundi með íbúum í apríl beinir sveitarstjórn Múlaþings til stjórnar HEF veitna að veita umsögn um mögulega aðkomu félagsins að virkjunarmálum í sveitarfélaginu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að koma á upplýsingafundi sveitarstjórnar Múlaþings með fulltrúum Artic Hydro varðandi Geitdalsárvirkjun og Hamarsvirkjun.

Samþykkt með 9a tkvæðum, 2 sitja hjá (ÁMS,HHÁ)

Fulltrúar VG leggja fram eftirfarandi bókun:
Ekki liggur fyrir hvort og hvenær frekari orkuöflunar er þörf í landinu og í því sambandi er mikil upplýsingaóreiða. Náttúra Austurlands leggur þegar til umtalsvert hlutfall allrar framleiddrar orku í landinu. Með það í huga og sömuleiðis að ferðaþjónusta er verulega vaxandi atvinnugrein á Austurlandi þá eru það skýrir hagsmunir íbúa Austurlands til lengri tíma að varðveita náttúru landshlutans og ekki síst í óbyggðu hálendi Austurlands. Af þessum ástæðum er því brýnt að leita allra leiða til betri orkunýtingar sem og að meta vandlega í hvað orkan svo fer. Í því samhengi er minnt á að nú þegar rúmt eitt ár er liðið af kjörtímabilinu liggur ekkert fyrir frá loftslagshópi sveitarfélagsins.

4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til fyrri umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heimastjórn Djúpavogs - 39

Málsnúmer 2306009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 11 Hildur þórisdóttir bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Djúpavogs - 40

Málsnúmer 2307006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

7.Heimastjórn Borgarfjarðar - 37

Málsnúmer 2307003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Ásrún Mjöll Stefánssdóttir sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurnum Ásrúnar, Eyþór Stefánsson. Vegna liðar 4 Ívar Karl Hafliðason og Eyþór Stefánsson. Vegna liðar 5 Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Eyþór sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Borgarfjarðar - 38

Málsnúmer 2308007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37

Málsnúmer 2306017FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7 Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38

Málsnúmer 2307010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 36

Málsnúmer 2306013FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1 Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 2 Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 37

Málsnúmer 2308003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4 Jónína Brynjólfsdóttir, Björn Ingimarsson, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar og Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 87

Málsnúmer 2306006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 88

Málsnúmer 2306015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 89

Málsnúmer 2306019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 90

Málsnúmer 2307002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 91

Málsnúmer 2307009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3 Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87

Málsnúmer 2306008FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2,6,7 og 8 Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurnir og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurnum Hildar.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90

Málsnúmer 2308006FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 8 Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Jónína Brynjólfsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 75

Málsnúmer 2306005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5 Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Einar Freyr Guðmundsson og Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 76

Málsnúmer 2306014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3 Björg Eyþórsdóttir. Vegna liðar 6 Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 77

Málsnúmer 2307001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?