Fara í efni

Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2024

Málsnúmer 202305175

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 73. fundur - 30.05.2023

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi ramma fjárhagsáætlunar félagsþjónustu fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 84. fundur - 17.10.2023

Fjölskylduráð ítrekar sína bókun frá 76. fundi ráðsins, 26. júní sl., þar sem ráðið lagði til að farið yrði af stað með heilsárs frístundaþjónustu fyrir fötluð börn í Múlaþingi. Um er að ræða mál nr.202303224.

Fjölskylduráð leggur til að rammi málaflokksins vegna ársins 2024 verði hækkaður í samræmi við fyrri bókun ráðsins.

Fjölskylduráð samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2024.
Starfsfólki jafnframt falið að taka saman upplýsingar um gjaldskrár fyrir árið 2024 til að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?