Fara í efni

Umsókn um lóð, Dalsel 1

Málsnúmer 202305268

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jöklum fasteignafélagi ehf. um lóðina Dalsel 1 á Egilsstöðum. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi á lóðinni en í umsókn umsækjanda er óskað eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem heimili byggingu fimm íbúða raðhúss.
Í umsókninni er jafnframt tekið fram að verði hún samþykkt hyggst félagið skila inn þremur lóðum við Austurtún.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að Jöklum fasteignafélagi ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni að Dalseli 1 á meðan unnið verði að frekari útfærslu verkefnisins og hugsanlegum breytingum á skipulagi.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samráði við málsaðila. Jafnframt verða lóðir við Austurtún færðar á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?