Fara í efni

Innsent erindi, athugasemd við starfsleyfi eldsneytisafgreiðslu N1 á Djúpavogi

Málsnúmer 202305305

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum við Búland 2, 4, 6 og 8 og Steinum 3 á Djúpavogi þar sem farið er þess á leit að starfsleyfi vegna eldsneytisafgreiðslu N1 við Búland 1 verði afturkallað.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum við Búland 2, 4, 6 og 8 auk Steina 3 á Djúpavogi þar sem farið er fram á að starfsleyfi eldsneytisafgreiðslu N1 við Búland 1 verði fellt úr gildi á þeirri forsendu að það samræmist ekki skipulagsákvæðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið en bendir á að sveitarfélagið er ekki leyfisveitandi þegar kemur að útgáfu starfsleyfa heldur Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Eins og ráðið hefur áður bókað undir máli nr. 202205010 er rekstur eldsneytisafgreiðslu á Búlandi 1 í samræmi við gildandi skipulag. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?