Fara í efni

Stofnun lóðar, Leirubakki 11

Málsnúmer 202305310

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu og færði rök fyrir því og og bar formaður upp tillögu þess efnis. Tillagan var samþykkt samhljóða og vék Ásrún af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, ásamt lóðablaði, að stofnun nýrrar einbýlishúsalóðar við Leirubakka 11 á Seyðisfirði. Lóðin er ætluð undir húsið Garð sem nú stendur við Hafnargötu 44. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Vesturveg 8, Leirubakka 9 og 10.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrrar lóðar við Leirubakka 11 á Seyðisfirði, undir húsið Garð sem nú stendur við Hafnargötu 44, lauk 30. júní síðastliðinn. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að brugðist verði við fyrirliggjandi athugasemd með því að auka fjarlægð frá byggingarreit á Leirubakka 11 að lóðamörkum við Vesturveg 8 úr 4 metrum í 6 metra.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina með þeim breytingum sem fjallað var um á fundinum.

Líkt og kveðið er á um í bókun frá 85. fundi byggðaráðs mun framkvæmda- og umhverfismálastjóri auglýsa lóðina lausa til úthlutunar með þeim skilmálum sem byggðaráð hefur samþykkt. Engin gatnagerðargjöld verða innheimt, en um greiðslu annarra gjalda fer samkvæmt gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.
Byggðaráð mun staðfesta úthlutun lóðarinnar samhliða töku tilboðs í fasteignina.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?