Fara í efni

Reglur leikskóla í Múlaþingi - endurskoðun

Málsnúmer 202306010

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 74. fundur - 06.06.2023

Fyrir liggja uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi. Breytingar á reglunum snúa að starfsmannafundum, lokun vegna sumarleyfa og milli hátíða, umsóknum um gjaldfrjáls leyfi og þegar börn færast á milli leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 06.06.23, varðandi reglur leikskóla í Múlaþingi. Fyrir liggur einnig að ekki hefur náðst að uppfæra reglurnar að fullu í samræmi við umræðu í fjölskylduráði.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Afgreiðslu frestað þar til að endanlegar reglur liggja fyrir afgreiddar af fjölskylduráði.

Fjölskylduráð Múlaþings - 75. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur endurskoðun á áður samþykktum reglum leikskóla í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að taka saman kostnaðartölur og leggja málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum með handauppréttingu, 1 sat hjá (JHÞ).

Fjölskylduráð Múlaþings - 76. fundur - 26.06.2023

Fyrir liggja uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi.

Fjölskylduráð hefur endurskoðað reglurnar frá síðasta fundi ráðsins og eru gerðar nokkrar breytingar. Foreldrar geta sótt um að fá vistun fyrir yngstu börnin í 8 tíma, hægt verður að sækja um vistun á milli jóla og nýárs og áfram verður hægt að sækja um vistun í fimmtu viku þegar hefðbundin lokun er vegna sumarleyfa. Breytingar eru einnig gerðar á lágmarksfjölda barna í fimmtu viku sumarleyfis og á milli jóla og nýárs.

Fjölskylduráð mun taka upp fjárhagsáætlun 2023 og ramma fjárhagsætlunar 2024 á haustmánuðum og skipulag Betri vinnutíma til að bæta við breytingum í kostnaði og skólastarfi samfara þessari reglusetningu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (SG, GBH, GLG, ES), tveir sitja hjá (BE, JHÞ) og einn á móti (ÁMS).

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 26.06.2023, varðandi endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi og felur fræðslustjóra koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggja endurskoðaðar reglur leikskóla í Múlaþingi. Breytingarnar eru í samræmi við bókun fjölskylduráðs frá 7. 5. 2024 einnig er búið að aðskilja innritunarreglur frá reglum leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggja endurskoðaðar reglur leikskóla í Múlaþingi í samræmi við breytingar vegna Betri vinnutíma. Reglurnar voru samþykktar í fjölskylduráði 4.6.24.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur leikskóla í Múlaþingi og felur fræðslustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?