Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

76. fundur 26. júní 2023 kl. 14:00 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að nýtt mál yrði tekið fyrir fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málið hefur málsnúmer 202306163.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Arna Magnúsdóttir, Þorbjörg Sandholt og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 1. lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 2. lið.

Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi og Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi sátu 1. - 2. lið.

Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, sat 1.-5. lið.

1.Umsókn um skólavist utan sveitarfélags

Málsnúmer 202306121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um skólavist utan sveitarfélags.

Fjölskylduráð hafnar erindinu og fræðslustjóra er falið að svara umsækjanda í samræmi við niðurstöður fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi.

Fjölskylduráð hefur endurskoðað reglurnar frá síðasta fundi ráðsins og eru gerðar nokkrar breytingar. Foreldrar geta sótt um að fá vistun fyrir yngstu börnin í 8 tíma, hægt verður að sækja um vistun á milli jóla og nýárs og áfram verður hægt að sækja um vistun í fimmtu viku þegar hefðbundin lokun er vegna sumarleyfa. Breytingar eru einnig gerðar á lágmarksfjölda barna í fimmtu viku sumarleyfis og á milli jóla og nýárs.

Fjölskylduráð mun taka upp fjárhagsáætlun 2023 og ramma fjárhagsætlunar 2024 á haustmánuðum og skipulag Betri vinnutíma til að bæta við breytingum í kostnaði og skólastarfi samfara þessari reglusetningu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (SG, GBH, GLG, ES), tveir sitja hjá (BE, JHÞ) og einn á móti (ÁMS).

3.Tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi

Málsnúmer 202303224Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að farið verði af stað með heilsárs frístundaþjónustu fyrir fötluð börn í Múlaþingi frá og með næsta skólaári, eða eins fljótt og verða má, og að þjónustan heyri undir fjölskyldusvið, íþrótta- og æskulýðsstjóra.

Fjölskylduráð felur starfsfólki ráðsins að vinna drög að reglum og gjaldskrá fyrir frístundaþjónustu og leggja fyrir ráðið svo fljótt sem verða má. Húsnæði grunnskóla og félagsmiðstöðva verði nýtt undir starfsemina eins og hægt er.

Ráðið samþykkir einnig viðauka í fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna íþrótta- og æskulýðsmála, vegna frístundaþjónustu fatlaðra barna í Múlaþingi, samtals kr. 10.376.000 sem inniber 1 stöðugildi tómstunda- og félagsmálafræðings og 2,5 stöðugildi frístundaleiðbeinanda og annan kostnað í 4,5 mánuði. Fjölskylduráð samþykkir einnig að fjárhagsrammi Íþrótta- og æskulýðsmála verður hækkaður um kr. 34.995.000 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024. Sem inniber 1 stöðugildi tómstunda- og félagsmálafræðings, 2,5 stöðugildi frístundaleiðbeinanda og annan kostnað.

Fjölskylduráð samþykkir einnig að 2 stöðugildi hjá félagsþjónustu vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna verði tekið út úr fjárhagsramma fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Virkni ungra íbúa í Múlaþingi

Málsnúmer 202306116Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um viðbótarstöðugildi vegna mannauðsmála á fjölskyldusviði

Málsnúmer 202305223Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en vísar þvi til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá (JHÞ, ÁMS).

6.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri. Er Hugrúnu þakkað fyrir greinargóð svör.

Fjölskylduráð er að mestu sammála þeirri forgangsröðun sem er í 10 ára fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins og leggur til eftirfarandi forgangsröðun:

1. Fellavöllur endurnýjun á gervigrasi með úðunarkerfi
2. Seyðisfjarðarskóli, framtíðarhúsnæði
3. Borgarfjörður, líkamsræktaraðstaða
4. Nýr leikskóli á Egilsstöðum
5. Íþróttamiðstöð á Egilsstöðum - nýir sundklefar
6. Djúpavogsskóli, stækkun
7. Fellaskóli, stækkun
8. Húsnæði Tónlistarskólans á Egilsstöðum
9. Uppbygging knatthúss Egilsstöðum


Fjölskylduráð vill að skoðuð verði framtíðarlausn vegna félagsmiðstöðva á Djúpavogi og Seyðisfirði og skoðað hvort hún gæti tengst nýbyggingum grunnskólanna eða leitað verði að öðru hentugra húsnæði.

Varðandi uppbyggingu á Vilhjálmsvelli þarf að skoða betur þörfina fyrir stækkun á vallarhúsnæði með tilliti til fyrirhugaðs nýs íþróttasvæðis. Nauðsynlegt er hins vegar að bæta úr salernisaðstöðu á Vilhjálmsvelli sem fyrst.

Eins telur fjölskylduráð mikilvægt að mótuð verði stefna varðandi framtíðarlausn sundaðstöðu á Seyðisfirði.

Samantekt á forgangsröðun fjölskylduráðs verður send til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Erindi, ræktaraðstaða á Borgarfirði

Málsnúmer 202306147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Óttari Kárasyni fyrir hönd UMFB, sem barst í tölvupósti 21. júní 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á því að gerð verði varanleg líkamsræktaraðstaða á Borgarfirði.

Fjölskylduráð þakkar erindið og tekur undir að mikilvægt sé að aðstaða til líkamsræktar sé á Borgarfirði. Uppbygging aðstöðu til líkamsræktar er framarlega í fjárfestingaráætlun en skoða þarf, í samráði við framkvæmdasvið, hvort hægt sé að hraða þeim framkvæmdum.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að setja sig í samband við fulltrúa á framkvæmdasviði varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Reglur um styrk Múlaþings við afreksíþróttafólk

Málsnúmer 202209258Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur vegna styrks Múlaþings til afreksíþróttafólks.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri Múlaþings, kynnti nýtt greiðslukerfi sem verið er að innleiða í íþróttamannvirkjum Múlaþings. Vegna þessa eru lagðar fram tillögur um einföldun á gjaldskrám er snúa að forminu til en ekki breytingu á verði.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á á gjaldskrám íþróttamannvirkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Málsnúmer 202306163Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að koma á fundi með félags- og vinnumarkaðsráðherra til að ræða málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?