Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

88. fundur 27. júní 2023 kl. 08:30 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp er meta skal valkosti varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshóp er meta skal framtíðarstarfsemi í Bragganum. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Ívar Karl Hafliðason taki sæti í starfshópnum sem fulltrúi byggðaráðs. Skrifstofustjóra falið að virkja starfshópinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru tillögur, er skrifstofustjóri vann að ósk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögum í fyrirliggjandi minnisblaði samþykkir byggðaráð Múlaþings að fulltrúa sveitarstjóra í viðkomandi kjarna verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir umsögnum heimastjórna Múlaþings varðandi tillögu byggðaráðs að breyttu fyrirkomulagi. Að lokinni yfirferð heimastjórna verði málið aftur tekið fyrir í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.06.2023, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir samþykkta fyrirliggjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Skaganámu og felur skipulagsfulltrúa að koma henni í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 26.06.2023, varðandi endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi og felur fræðslustjóra koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.06.2023 og 15.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um afnot af Samfélagssmiðjunni

Málsnúmer 202306130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum Rauða krossins í Múlasýslu varðandi möguleg afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að fara yfir málið með fulltrúum Rauða krossins og verður erindið tekið til afgreiðslu í byggðaráði að aflokinni þeirri yfirferð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Ósk um tilnefningu aðliggjandi sveitarfélaga í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði

Málsnúmer 202306114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Í vinnslu.

8.Samþykkt um fiðurfé utan landbúnaðarsvæða í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi sem samþykkt var á 173. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 15.06.2023. Samþykktin er sett á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykkt þessi kemur í stað samþykktar um sama mál sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 15.3. 2023. Samkvæmt 18. gr sveitarstjórnarlaga skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um samþykktina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi, fyrri umræða. Málinu vísað til næsta fundar byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?