Fara í efni

Beiðni um afnot af Samfélagssmiðjunni

Málsnúmer 202306130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum Rauða krossins í Múlasýslu varðandi möguleg afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að fara yfir málið með fulltrúum Rauða krossins og verður erindið tekið til afgreiðslu í byggðaráði að aflokinni þeirri yfirferð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 89. fundur - 04.07.2023

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum Rauða krossins í Múlasýslu varðandi möguleg afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að ganga frá tímabundnum samningi við Rauða krossinn í Múlasýslu varðandi afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:27
Getum við bætt efni þessarar síðu?