Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

89. fundur 04. júlí 2023 kl. 08:30 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi

Málsnúmer 202303224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 26.06.2023, varðandi tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar í haust, þar sem áherslur varðandi rekstur verða lagaðar að fyrirliggjandi samþykktum fjárhagsramma vegna ársins 2024, útfæri fjölskylduráð hvernig staðið verði að aðlögun tillagna varðandi frístundaþjónustu í Múlaþingi. Hvað varðar tillögu fjölskylduráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 er henni vísað til fjármálastjóra til skoðunar og verður tekin afstaða til hennar er niðurstaða fjármálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla starfshóps um framtíðarrekstur hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði að tillögu starfshópsins þ.e. að kynding fjarvarmaveitu verði með miðlægri varmadælu. Sveitarstjóra falið, í samráði við HEF veitur, að koma á viðræðum við núverandi eigendur varðandi framlag viðkomandi til verkefnisins sem og að fá staðfest framlög Orkusjóðs og annarra opinberra stofnana til verkefnisins eins og gert er ráð fyrir í skýrslu starfshópsins. Horft verði til þess að rekstur fjarvarmaveitu á Seyðisfirði verði á forræði HEF veitna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi

Málsnúmer 202306163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 26.06.2023, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að koma á fundi með félags- og vinnumarkaðsráðherra til að ræða málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að koma ósk um fund sveitarstjórnar Múlaþings með félags- og vinnumarkaðsráðherra á framfæri við ráðherra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Samþykkt um fiðurfé utan landbúnaðarsvæða í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi sem samþykkt var á 173. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 15.06.2023. Samþykktin er sett á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykkt þessi kemur í stað samþykktar um sama mál sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 15.3. 2023. Samkvæmt 18. gr sveitarstjórnarlaga skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um samþykktina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi, seinni umræða. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt fyrirliggjandi samþykkt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Ósk um tilnefningu aðliggjandi sveitarfélaga í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði

Málsnúmer 202306114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Í vinnslu.


8.Beiðni um afnot af Samfélagssmiðjunni

Málsnúmer 202306130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum Rauða krossins í Múlasýslu varðandi möguleg afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að ganga frá tímabundnum samningi við Rauða krossinn í Múlasýslu varðandi afnot af hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Samfélagssmiðjunni í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:27

Fundi slitið - kl. 09:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?