Fara í efni

Erindi, ræktaraðstaða á Borgarfirði

Málsnúmer 202306147

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 76. fundur - 26.06.2023

Fyrir liggur erindi frá Óttari Kárasyni fyrir hönd UMFB, sem barst í tölvupósti 21. júní 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á því að gerð verði varanleg líkamsræktaraðstaða á Borgarfirði.

Fjölskylduráð þakkar erindið og tekur undir að mikilvægt sé að aðstaða til líkamsræktar sé á Borgarfirði. Uppbygging aðstöðu til líkamsræktar er framarlega í fjárfestingaráætlun en skoða þarf, í samráði við framkvæmdasvið, hvort hægt sé að hraða þeim framkvæmdum.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að setja sig í samband við fulltrúa á framkvæmdasviði varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Óttari Kárasyni fyrir hönd Ungmennafélags Borgarfjarðarð (UMFB), sem barst í tölvupósti 21. júní 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á því að gerð verði varanleg líkamsræktaraðstaða á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir vilja til þess að starfa með UMFB að uppbyggingu ræktaraðstöðu á Borgarfirði. Erindinu er vísað til umfjöllunar og endurskoðunar á 10 ára fjárfestingaráætlun og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka upp samtal við félagið.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?