Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Kaupvangur 23B, 700,

Málsnúmer 202306175

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Kaupvang 23B (L199459) á Egilsstöðum sem fela í sér byggingu 678 m2 þjónustuhúsnæðis. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi
af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að bílastæði norðan við fyrirhugaða byggingu verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir á uppdráttum. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum á framfæri við málsaðila.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Kaupvang 23A (L199459) á Egilsstöðum sem fela í sér byggingu 587,5 m2 geymsluhúsnæðis. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum að ræða við málsaðila varðandi aðkomu að húsinu og staðsetningu bílastæða.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 149. fundur - 05.05.2025

Gert er ráð fyrir 7m breiðum stút inn á lóðina frá Kaupvangi.
Jafnframt er ósk um stækkun á lóð.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stækkun á lóð og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu hússins á þeirri forsendu að áður hafi verið samþykkt byggingarleyfi fyrir hús á lóðinni. Vegna umferðaröryggis verði aðeins leyfð innkeyrsla af Kaupvangi inn á lóðina en ekki útkeyrsla.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?