Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

148. fundur 28. apríl 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Hafnarstjóri (Dagmar Ýr Stefánsdóttir), yfirhafnarvörður (Rúnar Gunnarsson), verkefnastjóri hafna (Eiður Ragnarsson) og markaðsstjóri hafna (Aðalheiður Borgþórsdóttir) sátu fundinn undir liðum nr. 1-3.
Í lok 13. liðar yfirgaf Jónína Brynjólfsdóttir fundinn.

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefna og fyrirhugaðar framkvæmdir hjá höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

2.Viðburðasjóður hafna

Málsnúmer 202504204Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála um möguleika á stofnun viðburðasjóðar fyrir aðila sem vilja standa fyrir viðburðum í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að vinna drög að reglum fyrir viðburðarsjóð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

3.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 470. og 471. fundum Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Vinnslutillaga nýs aðalskipulags Múlaþings er nú í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar vinnslutillögu aðalskipulags til umsagnar hjá byggðaráði, fjölskylduráði, heimastjórnum, ungmennaráði, öldungaráði og starfshópi um málefni fatlaðs fólks.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulagsbreyting, Fjóluhvammur 4

Málsnúmer 202412196Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, vegna Fjóluhvamms 4, lauk þann 16. apríl sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Máli frestað.

6.Umsókn um byggingarheimild, Varða 5, 765

Málsnúmer 202502052Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu byggingaráforma við Vörðu 5 á Djúpavogi lauk þann 22. apríl sl. án athugasemda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að framkvæmd grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um byggingarleyfi, Kaupvangur 23A, 700,

Málsnúmer 202306175Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Kaupvang 23A (L199459) á Egilsstöðum sem fela í sér byggingu 587,5 m2 geymsluhúsnæðis. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum að ræða við málsaðila varðandi aðkomu að húsinu og staðsetningu bílastæða.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja uppdrættir í tengslum við byggingaráform á lóðinni Iðjuseli 1 í Fellabæ. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og hefur verið óskað eftir afstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Iðjusel 5 og Smiðjusel 1.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um landskipti, Egilsstaðir 2 Kollst.sel

Málsnúmer 202504013Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn um stofnun lóðar undir frístundahús úr landi Egilsstaða 2 Kollst.sel (L157596). Nýtt staðfang lóðarinnar verður Hálslækjarsel.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um stofnun lóðar Garðá

Málsnúmer 202504076Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um afmörkun og hnitsetningu lóðarinnar Skjöldólfsstaðir 1 lóð (L219629) auk breytinga á staðfangi í Garðá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi frá 4.bekk

Málsnúmer 202504067Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dags. 4. apríl 2025, frá nemendum 4. bekkjar í Egilsstaðaskóla þar sem settar eru fram 8, lýðræðislega valdar, hugmyndir sem þau telja að muni bæta þeirra nærumhverfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Leikskólinn Bjarkatún, viðbygging

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Málið er tekið fyrir að nýju nú þegar það hefur verið lagt fram til kynningar hjá fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við ARKÍS um hönnun viðbyggingarinnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Innsent erindi, Bætt veðurgjöf við Egilsstaðaflugvöll

Málsnúmer 202504209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá áheyrnarfulltrúa M-listans (BVW).

(BW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur í umhverfis- og framkvæmdaráði 28.4.2025 samþykkir að skora á Innviðaráðherra Íslands að bæta veðurgjöf við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum.
Markmiðum verkefnisins verði náð með því:
1. ..að koma á verkefni Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og ISAVIA um að gera ítarlegt ókyrrðarkort umhverfis Egilsstaðaflugvöll.
2. ..að ráða veðurfræðing með staðsetningu á Egilsstöðum.
3. ..að veðurbelgir verða sendir upp a.m.k. tvisvar á sólahring frá starfsstöð Veðurstofu Íslands á Egilsstöðum.
4. ..að bæta við tækjabúnað umhverfis Egilsstaðaflugvöll til að auka gæði veðurupplýsinga.

Tillagan er felld með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá (ÞÓ, PH og AÁ).

(BW) leggur fram tillögu að málinu sé vísað til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsagnarbeiðni um 271. mál - Stefnur og á aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).

Málsnúmer 202504135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um 271. mál: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun). Umsagnartímabil var frá 10. apríl til og með 25. apríl sl., eða einungis 7 virkir dagar.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

15.Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2025

Málsnúmer 202503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir frá 2. og 3. fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?