Fara í efni

Umsókn um lóð, Landavarðaskáli, Borgarfjörður

Málsnúmer 202306177

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Fyrir liggur beiðni frá Umhverfis- og framkvæmdasviði um umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar vegna umsóknar frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um afnot af svæði undir aðstöðuhús fyrir landverði sem starfa á Víknaslóðum. Tvær staðsetningar eru lagðar til, önnur við áhaldahús og hin við kirkjuna.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggst gegn þeim staðsetningum sem lagðar eru til, annars vegar á eina merkta rútustæðinu í þorpinu og hins vegar við kirkjuna, bæjarprýði þorpsins. Hvorug staðsetningin er á skipulögðu byggingarsvæði.

Heimastjórn Borgarfjarðar óttast það fordæmi sem sett verður ef veitt verða leyfi fyrir svo smáar byggingar innanbæjar án nokkurs skipulags þar um. Sambærilegum óskum um slík hýsi innanbæjar hefur áður verið hafnað af Borgarfjarðarhreppi.

Heimastjórn hvetur FFF til að sækja um viðeigandi lóð fyrir íbúðarhús fyrir landverði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?