Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

41. fundur 09. nóvember 2023 kl. 09:00 - 14:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var lögð fram tillaga um að varaformaður og varamenn heimastjórnar sætu 5. lið fundarins sem gestir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Blábjörg ehf.

Málsnúmer 202209129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna endurnýjunar leyfis til sölu áfengis á framleiðslustað frá Blábjörgum ehf.

Heimastjórn hefur fyrir sitt leyti ekkert við veitingu leyfisins að athuga og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Hreppsnefnd Borgarfjarðar og heimastjórn hafa á liðnum árum átt samtöl við Byggðastofnun um mögulega úthlutun sértæks byggðakvóta til staðarins.

Heimastjórn Borgarfjarðar fer þess á leit við Byggðastofnun að hún taki til skoðunar hvort ekki séu nú forsendur fyrir því að úthluta sértækum byggðakvóta til Borgarfjarðar sem byggðafestuaðgerð. Rík þörf er til að styrkja sjávarútveg staðarins en þrátt fyrir miklar umræður hefur þessi atvinnustarfsemi, útgerð og fiskvinnsla, ekki hlotið náð fyrir augum Byggðastofnunar í gegnum verkefnið Brothættar byggðir né síðar.

Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Strandveiðar 2024

Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri skorar á hæstvirtan matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur að meðan að ekki eru tryggðir 48 dagar til strandveiða á hverju ári og landið einn veiðipottur, sé því aflamagni sem ætlað er til strandveiða skipt niður í jafna hluta á hvern þann mánuð sem heimilt er að stunda strandveiðar. Verði þá veiðar stöðvaðar þegar heildaraflamagni hvers mánaðar er náð. Þessi aðgerð mun jafna aðstöðu milli landshluta og á sanngjarnan hátt rétta hlut byggðarlaga á C - svæði.

Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Umsókn um lóð, Landavarðaskáli, Borgarfjörður

Málsnúmer 202306177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Umhverfis- og framkvæmdasviði um umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar vegna umsóknar frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um afnot af svæði undir aðstöðuhús fyrir landverði sem starfa á Víknaslóðum. Tvær staðsetningar eru lagðar til, önnur við áhaldahús og hin við kirkjuna.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggst gegn þeim staðsetningum sem lagðar eru til, annars vegar á eina merkta rútustæðinu í þorpinu og hins vegar við kirkjuna, bæjarprýði þorpsins. Hvorug staðsetningin er á skipulögðu byggingarsvæði.

Heimastjórn Borgarfjarðar óttast það fordæmi sem sett verður ef veitt verða leyfi fyrir svo smáar byggingar innanbæjar án nokkurs skipulags þar um. Sambærilegum óskum um slík hýsi innanbæjar hefur áður verið hafnað af Borgarfjarðarhreppi.

Heimastjórn hvetur FFF til að sækja um viðeigandi lóð fyrir íbúðarhús fyrir landverði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Óli Grétar Metúsalemsson verkefnisstjóri frá Eflu kom inn á fund heimastjórnar og fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir í Fjarðarborg sem nú eru hafnar. Undir þessum lið sátu jafnframt varamenn og varaformaður heimastjórnar.

Heimastjórn þakkar gestum fundarins komuna og góðar umræður á fundinum.

Áhugasamir geta skoðað teikningar af verkefninu á eftirfarandi slóð af heimasíðu Múlaþings: https://webdata.mulathing.is/Data/Teikningar/Fjarðarborg/20214.pdf

Verkefnið er nokkuð á eftir áætlun en öruggt er að húsið verður klárt til notkunar fyrir þorrablót þótt hluti anddyris verði þiljaður af fram á vor. Skipt verður um glugga á framhlið hússins í haust ef veður leyfir, annars verður tíminn notaður til framkvæmda á efri hæð.

Líkamsræktaraðstaða í Norðurstofu verður líklegast áfram þar fram á vor en ljóst er að tæma þarf geymslu í sýningarklefa sem fyrst. Hlutaðeigandi vinsamlegast beðnir um að huga að tæmingu hennar en því má koma fyrir tímabundið í Hreppstofu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ragna Óskarsdóttir - mæting: 10:00
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson - mæting: 10:00
  • Elísabet D. Sveinsdóttir - mæting: 10:00
  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 10:00

6.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom framkvæmdastjóri Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir ásamt tveimur stjórnarmönnum, þeim Snæþóri Aðalsteinssyni og Trausta Gunnarssyni.

Rædd voru málefni Hafnarhólma og þá sérstaklega fyrirkomulag innheimtu framlaga sem sett var á síðastliðið sumar og lofar góðu. Fram komu ýmsar tillögur um hvernig megi bæta núverandi fyrirkomulag með samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Snæþór Aðalsteinsson - mæting: 11:00
  • Hólmfríður Arnardóttir - mæting: 11:00
  • Trausti Gunnarsson - mæting: 11:00

7.Nordregio - Aðdráttarafl sveitarfélaga: Verkfærakista

Málsnúmer 202311033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrslan Aðdráttarafl sveitarfélaga: Verkfærakista frá Háskólanum á Bifröst.

Skýrslan á mikið erindi við Borgarfjörð og Borgfirðinga og eru íbúar hvattir til að kynna sér efni hennar.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður miðvikudaginn 6. desember 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4. desember. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?