Fara í efni

Samráðsgátt. Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 202307019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að hafin sé vinna við skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu með það að markmiði m.a. að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga. Byggðaráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.
Byggðaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum 11. júlí síðast liðinn og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 92. fundur - 28.08.2023

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.
Byggðaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum 11. júlí síðast liðinn og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins að skila inn í samráðsgátt umsögn sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?