Fara í efni

Umsókn um lóð, Lónsleira 11

Málsnúmer 202308036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 99. fundur - 06.11.2023

Í upphafi vakti JB máls á mögulegu vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands sem er lóðarhafi aðliggjandi lóðar. Tillaga um vanhæfi var borin upp og tillagan var samþykkt samhljóða. JB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jóhanni Emilssyni um lóðina Lónsleira 11 á Seyðifirði. Umsækjandi uppfyllir ekki hæfnisskilyrði sem sett eru fram í 2. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi þar sem hann er búsettur utan EES og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til undanþágu frá því.

Samhliða lóðaumsókn er lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir undanþágu frá reglum um úthlutun lóða í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Umsækjanda er veitt vilyrði fyrir lóðinni og verður henni úthlutað formlega þegar skipulagbreyting sem sótt er um samhliða lóðarumsókn hefur tekið gildi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar til yfirstandandi vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?