Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

99. fundur 06. nóvember 2023 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 1-6.

1.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Við upphaf máls vöktu ÞB og ÁHB máls á vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi ÞB og ÁHB með vísan í fyrri atkvæðagreiðslu um vanhæfi þeirra á 94. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs við sama mál. Véku þau af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, dags. 5. október 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og nýs deiliskipulags fyrir vatnsaflsvirkjun í Gilsárdal í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir þó á bókanir byggðaráðs frá 28. febrúar og sveitarstjórnar frá 15. mars þessa árs en þar kemur fram: Með vísan til bókunar byggðaráðs Múlaþings, dags. 28.02.23, og stjórnar Samtaka stjórnar orkusveitarfélaga, dags. 17.02.23, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

Samþykkt samhljóða.

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lýkur 6. nóvember. Engar athugasemdir hafa borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum vegna varnarkeila norðan Öldugarðs lýkur 6. nóvember. Engar athugasemdir hafa borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum vegna varnarkeila norðan Öldugarðs og vísar henni til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulagsbreyting, Dalsel 1

Málsnúmer 202306091Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

5.Umsókn um lóð, Lónsleira 11

Málsnúmer 202308036Vakta málsnúmer

Í upphafi vakti JB máls á mögulegu vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands sem er lóðarhafi aðliggjandi lóðar. Tillaga um vanhæfi var borin upp og tillagan var samþykkt samhljóða. JB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jóhanni Emilssyni um lóðina Lónsleira 11 á Seyðifirði. Umsækjandi uppfyllir ekki hæfnisskilyrði sem sett eru fram í 2. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi þar sem hann er búsettur utan EES og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til undanþágu frá því.

Samhliða lóðaumsókn er lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir undanþágu frá reglum um úthlutun lóða í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Umsækjanda er veitt vilyrði fyrir lóðinni og verður henni úthlutað formlega þegar skipulagbreyting sem sótt er um samhliða lóðarumsókn hefur tekið gildi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar til yfirstandandi vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Eiðar fjarskiptalóð

Málsnúmer 202309062Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Eiða jörð (L158058) sem fær heitið Eiðar fjarskiptalóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að þremur gjaldskrám fyrir árið 2024. Verkefnastjóri fjármála og verkefnastjóri umhverfismála sitja fundinn undir þessum lið. Um er að ræða eftirfarandi gjaldskrár:
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2024
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Múlaþingi 2024
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun- og förgun úrgangs 2024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2024.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir hunda- og kattahald annars vegar og meðhöndlun- og förgun úrgangs 2024 hins vegar, og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Vordís Jónsdóttir - mæting: 09:30
 • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:30

8.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að afslætti af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2024.
Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um afslætti af gatnagerðargjöldum fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Vordís Jónsdóttir - mæting: 11:10

9.Hleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um hleðslustöðvar í Múlaþingi.
Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að nánari útfærslu og drög að stefnumótun í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Vordís Jónsdóttir - mæting: 11:15

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?