Fara í efni

Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202308037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 92. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggur uppfærð jafnréttisáætlun Múlaþings til afgreiðslu.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 93. fundur - 29.08.2023

Fyrir liggur uppfærð jafnréttisáætlun Múlaþings til afgreiðslu. Inn á fundinn kom Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnisstjóri jafnréttisteymis, og gerði grein fyrir breytingum frá gildandi jafnréttisáætlun auk þess að svara spurningum fundarmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Múlaþings sem uppfyllir kröfur laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði, krafa úr ÍST 85/2012 jafnlaunastaðlinum auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mér er óskiljanlegt að umdeildum svo nefndum kynjafræðum virðist blandað inn í nýja jafnréttisáætlun, sem er fyrst og fremst til að tryggja jafnrétti karla og kvenna innan starfsemi sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?