Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

93. fundur 29. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

2.Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202308037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð jafnréttisáætlun Múlaþings til afgreiðslu. Inn á fundinn kom Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnisstjóri jafnréttisteymis, og gerði grein fyrir breytingum frá gildandi jafnréttisáætlun auk þess að svara spurningum fundarmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Múlaþings sem uppfyllir kröfur laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði, krafa úr ÍST 85/2012 jafnlaunastaðlinum auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mér er óskiljanlegt að umdeildum svo nefndum kynjafræðum virðist blandað inn í nýja jafnréttisáætlun, sem er fyrst og fremst til að tryggja jafnrétti karla og kvenna innan starfsemi sveitarfélagsins.

3.Fjarskiptasamband á Austurlandi

Málsnúmer 202308112Vakta málsnúmer

Til umræðu undir þessum lið var mannslát í heitri laug í Laugavalladal norðan Kárahnjúka sunnudaginn 20. ágúst 2023 og hversu langur tími leið þar til aðstoð barst er rekja má til slæms fjarskiptasambands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ítrekað hefur verið vakin athygli á því, af hálfu sveitarfélagsins Múlaþings, hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins m.a. með öryggissjónarmið í huga. Sá atburður sem átti sér stað í Laugavalladal sunnudaginn 20. ágúst sl. staðfestir mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti og er því beint til yfirstjórnar fjarskiptamála á landsvísu að sjá til þess að fjarskiptasamband verði bætt í dreifbýli á Austurlandi. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við þar til bær stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs ehf. 2023, fundagerðir, ársreikningar

Málsnúmer 202308111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Fljótdalshéraðs ehf. dags. 22. ágúst 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur fjármálastjóra að kanna hvort hægt sé að selja Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs ehf. og sé svo ekki að setja þá slit félagsins í ferli miðað við að því verði lokið fyrir árslok 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2023

Málsnúmer 202308123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður föstudaginn 22. september 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson og Ívar Karl Hafliðason til vara fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður föstudaginn 22. september 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fjarðarborg 50 ára

Málsnúmer 202308124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá verkefnisstjóra Betri Borgarfjarðar og fulltrúa Já Sæll ehf. varðandi mögulega styrkveitingu viðburða sem stendur til að halda vegna 50 ára afmælis Fjarðarborgar á Borgarfirði.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lýsti yfir vanhæfi sínu undir þessum lið, var það samþykkt samhljóða og vék hann af fundi.

Í vinnslu.

7.Aðalfundur EBÍ 2023

Málsnúmer 202308115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands sem haldinn verður 6. október 2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Samráðsgátt. Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Málsnúmer 202308097Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?