Fara í efni

Fjarskiptasamband á Austurlandi

Málsnúmer 202308112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 93. fundur - 29.08.2023

Til umræðu undir þessum lið var mannslát í heitri laug í Laugavalladal norðan Kárahnjúka sunnudaginn 20. ágúst 2023 og hversu langur tími leið þar til aðstoð barst er rekja má til slæms fjarskiptasambands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ítrekað hefur verið vakin athygli á því, af hálfu sveitarfélagsins Múlaþings, hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins m.a. með öryggissjónarmið í huga. Sá atburður sem átti sér stað í Laugavalladal sunnudaginn 20. ágúst sl. staðfestir mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti og er því beint til yfirstjórnar fjarskiptamála á landsvísu að sjá til þess að fjarskiptasamband verði bætt í dreifbýli á Austurlandi. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við þar til bær stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 94. fundur - 19.09.2023

Fyrir liggur svar Fjarskiptastofu við erindi byggðaráðs, dags. 29.08.2023, varðandi slæmt fjarskiptasamband á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til ábendinga er fram koma í svari Fjarskiptastofu við erindi byggðaráðs, varðandi fjarskiptasamband á Austurlandi, felur byggðaráð sveitarstjóra að taka málið upp við Neyðarlínuna og Fjarskiptasjóð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?