Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

94. fundur 19. september 2023 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fréttatilkynning Síldarvinnslunnar hf. um fyrirhugaða lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði auk erindis er sveitarstóri sendi inn fyrir hönd sveitarfélagsins til Síldarvinnslunnar þar sem óskað er eftir því að fyrirhuguð lokun verði tekin til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er koma fram í erindi því er sveitarstjóri hefur komið á framfæri við Síldarvinnsluna hf. fyrir hönd Múlaþings. Byggðaráð samþykkir jafnframt að taka þátt í mögulegum samráðshópi sem hafi það verkefni að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði ásamt fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar, fulltrúa Síldarvinnslunnar og fulltrúa Austurbrúar. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings verði falið að starfa með samráðshópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um Braggann, Kaupvangi 11, dags. 24.08.2023.

Lagt fram til kynningar.

4.Tilnefning til Menningarverðlauna SSA 2023

Málsnúmer 202309030Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tilnefningar til Menningarverðlauna SSA 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur verkefnastjóra menningarmála að skila inn, fyrir hönd Múlaþings, fyrirliggjandi tilnefningum til Menningarverðlauna SSA 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi

Málsnúmer 202309006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar fjölskylduráðs, dags. 05.09.2023, þar sem svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 05.09.2023, samþykkir byggðaráð, fyrir hönd sveitarfélagsins, þátttöku í verkefninu Öruggara Austurland og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsingu vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Gott að eldast - förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum

Málsnúmer 202308168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar fjölskylduráðs, dags. 05.09.2023, þar sem þróunarverkefni um samþættingu félagslegrar heimaþjónustu var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 05.09.2023, samþykkir byggðaráð í samstarfi við HSA, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi umsókn um aðild að þróunarverkefninu Gott að eldast.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Beiðni um umsögn um rekstur skotæfingasvæðis

Málsnúmer 202309079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Lögreglustjóranum á Austurlandi, dagsett 29. ágúst 2023, um umsögn Múlaþings um endurnýjað rekstrarleyfi vegna reksturs skotæfingasvæðis í Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mælir með endurnýjun rekstrarleyfis vegna reksturs skotæfingasvæðis í Eyvindarárdal. Ritara falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Lögreglustjórann á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá opnun tilboða í húseignina Garð á Seyðisfirði en tvö tilboð bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta ganga frá samningi um sölu á Garði, Hafnargötu 42 á Seyðisfirði, við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og ákvæða er fram komu í auglýsingu eftir tilboðum í umrædda eign.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 13.09.2023, þar sem byggðaráði er falið setja í vinnslu vinnu við mótun málstefnu fyrir sveitarfélagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að stýra vinnu við mótun málstefnu fyrir sveitarfélagið í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Er tillaga liggur fyrir skal hún lögð fyrir byggðaráð til umfjöllunar og síðan fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2023

Málsnúmer 202305117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 23.08.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 30.08.2023.

Lagt fram til kynningar.

13.Fjarðarborg 50 ára

Málsnúmer 202308124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá verkefnisstjóra Betri Borgarfjarðar og fulltrúa Já Sæll ehf. varðandi mögulega styrkveitingu viðburða sem stendur til að halda vegna 50 ára afmælis Fjarðarborgar á Borgarfirði.

Í vinnslu.

14.Fjarskiptasamband á Austurlandi

Málsnúmer 202308112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar Fjarskiptastofu við erindi byggðaráðs, dags. 29.08.2023, varðandi slæmt fjarskiptasamband á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til ábendinga er fram koma í svari Fjarskiptastofu við erindi byggðaráðs, varðandi fjarskiptasamband á Austurlandi, felur byggðaráð sveitarstjóra að taka málið upp við Neyðarlínuna og Fjarskiptasjóð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?