Fara í efni

Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi

Málsnúmer 202309006

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 80. fundur - 05.09.2023

Stofnaður hefur verið svæðisbundinn samráðsvettvangur gegn ofbeldi á Austurlandi byggður á samstarfsyfirlýsingu félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi á landsvísu. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið að styðja við verkefnið en félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fól embættinu ábyrgð á aðgerð C.6 Stuðningur við svæðisbundið samráð í samræmi við þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundir hafa verið haldnir á Austurlandi að frumkvæði lögreglustjórans á Austurlandi með þátttöku sveitarfélaganna í fjórðungnum sem og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Austurlandsprófastsdæmis, HSA, Menntaskólans á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

Lögð er fyrir fjölskylduráð Múlaþings meðfylgjandi samstarfsyfirlýsing, Öruggara Austurland þar sem sveitarfélagið með staðfestingu og undirritun, samþykkir að taka þátt í samráðsvettvangi ofangreindra samstarfsaðila í fjórðungnum með markvissri vinnu gegn ofbeldi. Fyrirkomulag samráðsins er með þeim hætti að framkvæmdateymi leiðir samráðið, undirbýr samráðsfundi sem haldnir verða tvisvar á ári, tekur ákvarðanir um áhersluverkefni og fylgir þeim eftir með hliðsjón af þróun í málaflokknum sem og rannsóknum. Lögreglustjórinn á Austurlandi leiðir verkefnið og boðar til samráðsfunda.

Gildistími samstarfsyfirlýsingar er frá 19. september 2023 til loka yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórna árið 2026. Að þeim tíma loknum er samstarfið endurskoðað.

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir þáttöku í ofangreindu verkefni fyrir sitt leyti og vísar málinu til fullnaðarafgreiðslu hjá byggðaráði.

Byggðaráð Múlaþings - 94. fundur - 19.09.2023

Fyrir liggur bókun fundar fjölskylduráðs, dags. 05.09.2023, þar sem svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 05.09.2023, samþykkir byggðaráð, fyrir hönd sveitarfélagsins, þátttöku í verkefninu Öruggara Austurland og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsingu vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?