Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

80. fundur 05. september 2023 kl. 12:30 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda ogeða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á árinu 2023

Málsnúmer 202309003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Íbúð til leigu í Miðvangi 6

Málsnúmer 202308052Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að ganga til samninga um leigu á íbúð á Egilsstöðum sem nýtt verður innan félagslegsþjónustu til þess að mæta vaxandi þörf fyrir félagslegt húsnæði. Félagsmálastjóra er falið að ganga frá samningi þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.

3.Gott að eldast - förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum

Málsnúmer 202308168Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sem hafa kallað eftir umsóknum frá sveitarfélögum og heilbrigðisyfirvöldum til þátttöku í þróunarverkefni um samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Verkefnið byggir á grunni aðgerðaráætlunarinnar Gott að eldast sem Alþingi samþykkti þann 10. maí 2023 og miðar að því að bæta þjónustu við eldri borgara með samþættri þjónustu, nýsköpun og þróun nýrra þjónustuleiða. Sex svæði á landinu verða valin til þátttöku og verður árangur af samþættingunni notaður til að skipuleggja framtíðar skipulag þjónustu innan málaflokksins sem og að leiða fram kosti og galla þessa vinnulags. Samstarfaðilum verður veittur skipulagður stuðningur og ráðgjöf við innleiðingu þróunarverkefnanna auk eftirfylgni og mats á árangri.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að sækja um aðild að þróunarverkefninu í samstarfi við HSA með það að leiðarljósi að skoða frekari kosti og galla samþættrar þjónustu innan Múlaþings en vill leggja áherslu á mikilvægi þess að aukið fjármagn fylgi frá ríki til sveitarfélaga vegna framtíðarskipulags í þjónustu við eldri borgara. Allir geta verið sammála um það að farsæl öldrun felist að stærstum hluta í aukinni félagslegri þjónustu á heimilum eldri borgara með sparnaði á dýrari úrræðum á vegum ríkisins s.s. hjúkrunarrýmum og innlögnum á sjúkrahús. Verklagið leiðir því í afar styttu máli til kostnaðarauka hjá sveitarfélögum og til sparnaðar hjá ríkinu.

Erindinu er vísað til byggðaráðs til endanlegrar meðferðar.

4.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Austurlandi

Málsnúmer 202309006Vakta málsnúmer

Stofnaður hefur verið svæðisbundinn samráðsvettvangur gegn ofbeldi á Austurlandi byggður á samstarfsyfirlýsingu félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi á landsvísu. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið að styðja við verkefnið en félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fól embættinu ábyrgð á aðgerð C.6 Stuðningur við svæðisbundið samráð í samræmi við þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundir hafa verið haldnir á Austurlandi að frumkvæði lögreglustjórans á Austurlandi með þátttöku sveitarfélaganna í fjórðungnum sem og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Austurlandsprófastsdæmis, HSA, Menntaskólans á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

Lögð er fyrir fjölskylduráð Múlaþings meðfylgjandi samstarfsyfirlýsing, Öruggara Austurland þar sem sveitarfélagið með staðfestingu og undirritun, samþykkir að taka þátt í samráðsvettvangi ofangreindra samstarfsaðila í fjórðungnum með markvissri vinnu gegn ofbeldi. Fyrirkomulag samráðsins er með þeim hætti að framkvæmdateymi leiðir samráðið, undirbýr samráðsfundi sem haldnir verða tvisvar á ári, tekur ákvarðanir um áhersluverkefni og fylgir þeim eftir með hliðsjón af þróun í málaflokknum sem og rannsóknum. Lögreglustjórinn á Austurlandi leiðir verkefnið og boðar til samráðsfunda.

Gildistími samstarfsyfirlýsingar er frá 19. september 2023 til loka yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórna árið 2026. Að þeim tíma loknum er samstarfið endurskoðað.

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir þáttöku í ofangreindu verkefni fyrir sitt leyti og vísar málinu til fullnaðarafgreiðslu hjá byggðaráði.

5.Flutningur fólks milli sveitarfélaga sem óstaðsett í hús

Málsnúmer 202309005Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra og lögmanni félagsþjónustu að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

6.Skýrsla félagsmálastjóra 2023

Málsnúmer 202305269Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?