Fara í efni

Nýting Ósnámu á Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202309033

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 39. fundur - 11.09.2023

Grjótnámu sveitarfélagsins við Ós hefur verið lokað, þar finnst ekki meira nothæft grjót. Heimastjórn vill ekki að náman verði notuð sem 7000 fm geymslusvæði heldur verði henni fundið annað hlutverk t.d. sem byggingarlóðir eða útivistarsvæði.

Heimastjórn telur æskilegt að halda hugmyndasamkeppni um nýtingu námunnar. Heimastjórn vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdaráðs til áframhaldandi vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?