Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

39. fundur 11. september 2023 kl. 08:30 - 12:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greining á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar byggð á gögnum af heimasíðu hennar og Hagstofunnar.

Í greiningunni kemur fram að Borgarfjörður er eini þéttbýliskjarni landsins þar sem þarf um fjallveg að fara og nýtur ekki daglegrar vetrarþjónustu.

Vill heimastjórn árétta mikilvægi vetrarþjónustu fyrir ferðaþjónustu, atvinnu og atvinnusókn.

Það er krafa heimastjórnar að Borgarfjarðarvegur nr. 94 verði opnaður alla daga vikunnar í stað sex.

Formanni og starfsmanni heimastjórnar falið að koma ofangreindu sem og niðurstöðum greiningarinnar á framfæri við stjórnendur Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Nýting Ósnámu á Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202309033Vakta málsnúmer

Grjótnámu sveitarfélagsins við Ós hefur verið lokað, þar finnst ekki meira nothæft grjót. Heimastjórn vill ekki að náman verði notuð sem 7000 fm geymslusvæði heldur verði henni fundið annað hlutverk t.d. sem byggingarlóðir eða útivistarsvæði.

Heimastjórn telur æskilegt að halda hugmyndasamkeppni um nýtingu námunnar. Heimastjórn vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdaráðs til áframhaldandi vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Starfsemi grunnskólans á Borgarfirði 2023-2024

Málsnúmer 202309034Vakta málsnúmer

Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla/Grunnskóla Borgarfjarðar kom og gerði grein fyrir starfsemi Grunnskóla Borgarfjarðar í ár.

Í máli hennar kom fram að börnum hefur fjölgað, eru nú 7 í grunnskóla og 5 í leikskóla. Von er á að fjölgi um í það minnsta tvö til viðbótar á leikskóla á skólaárinu.

Lagt fram til kynningar.

4.Líkamsrækt á Borgarfirði

Málsnúmer 202309035Vakta málsnúmer

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Fjarðarborg er ljóst að finna þarf framtíðarlausn fyrir líkamsrækt UMFB.
Núverandi áætlanir sveitarfélagsins gera ekki ráð fyrir fjármagni fyrir nýja ræktaraðstöðu fyrr en 2027.

Heimastjórn skorar á sveitarfélagið og Ungmennafélag Borgarfjarðar að hefja vinnu án tafar við að finna framtíðarlausn fyrir líkamsrækt á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði fór yfir helstu mál m.a. að tvö tilboð bárust í nýja löndunarbryggju. Þeim var báðum hafnað og verður útboðið endurtekið.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður miðvikudaginn 4. október 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 29. september. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?