Fara í efni

Líkamsrækt á Borgarfirði

Málsnúmer 202309035

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 39. fundur - 11.09.2023

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Fjarðarborg er ljóst að finna þarf framtíðarlausn fyrir líkamsrækt UMFB.
Núverandi áætlanir sveitarfélagsins gera ekki ráð fyrir fjármagni fyrir nýja ræktaraðstöðu fyrr en 2027.

Heimastjórn skorar á sveitarfélagið og Ungmennafélag Borgarfjarðar að hefja vinnu án tafar við að finna framtíðarlausn fyrir líkamsrækt á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 46. fundur - 11.04.2024

Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs á að koma upp nýrri líkamsræktaraðstöðu á Borgarfirði. Núverandi aðstaða er í Fjarðarborg en fyrirhugað er að byggja viðbyggingu við sparkhöllina fyrir nýja líkamsrækt. Til þess að áætlanir raungerist er löngu tímabært að fara huga að innkaupum og útfærslum á nýrri rækt.

Heimastjórn Borgarfjarðar hvetur umhverfis- og framkvæmdasvið til þess að vinna málið hratt og örugglega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 48. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um valkosti um staðsetningu og/eða byggingu líkamsræktaraðstöðu. Heimastjórn telur eingöngu koma til greina að byggt verði við Sparkhöllina.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?