Fara í efni

Samskipti skóla og trúfélaga í Múlaþingi

Málsnúmer 202309149

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 87. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggja drög að reglum um samskipti trúfélaga og skóla í Múlaþingi.

Reglurnar eru samþykktar með fjórum atkvæðum (GBH) (SG) (AÓH) (GLG) með handauppréttingu. (ES) situr hjá og (JHÞ) og (ÁMS) eru á móti.

Fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi reglur þar sem greinar innan reglnanna eru í mótsögn við hverja aðra. Reglurnar setja foreldra og börn í þá ósanngjörnu stöðu að þurfa gera grein fyrir trúar- eða lífsskoðunum sínum en skv. tölum Hagstofunnar standa tæp 44% íbúa Múlaþings utan Þjóðkirkju.
Getum við bætt efni þessarar síðu?