Fara í efni

Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202310027

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Jafeti Bjarkari Björnssyni þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til frekari uppsetninga á sportklifurleiðum við Kollóttamel, Neðstaklett, Stöðvarlæk og Þófa í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að settur verði upp búnaður til klettaklifurs í samræmi við fyrirliggjandi umsókn en bendir á að kostnaður verkefnisins og ábyrgð verði á höndum umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?