Fara í efni

Samræmd móttaka flóttafólks

Málsnúmer 202311045

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur erindi, er barst í tölvupósti dags. 06.11.2023, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Múlaþings til framlengingar gildandi samnings um samræmda móttöku flóttafólks um eitt ár.

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að framlengdur verði samningur um móttöku flóttafólks að því gefnu að tekið verði tillit til þeirra takmarkana, varðandi móttöku, sem eru að aðstaða sem er í boði er á Eiðum. Einnig verði gert ráð fyrir kostnaði vegna almenningssamgangna á milli Egilsstaða og Eiða í umræddum samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 98. fundur - 19.03.2024

Borist hafa drög að nýjum samningi um samræmda móttöku flóttamanna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 15. nóvember 2023 var samþykkt að framlengja samning um móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að því gefnu að tekið yrði tillit til takmarkana varðandi móttöku, sem eru að húsnæðisaðstaða sem er í boði er á Eiðum, sem og að gert yrði ráð fyrir kostnaði vegna almenningssamgangna milli Egilsstaða og Eiða. Þar sem þessum forsendum hefur ekki verið mætt, leggur fjölskylduráð til að samningur við ráðuneytið verði aðeins framlengdur til maí loka yfirstandandi árs.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 47. fundur - 10.04.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 19.03.2024, varðandi samræmda móttöku flóttafólks.

Til máls tók: Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að samningur sveitarfélagsins við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, um samræmda móttöku flóttafólks verði framlengdur til maíloka 2024. Félagsmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?