Fara í efni

Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 202401049

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 44. fundur - 17.01.2024

Fyrir liggur bréf frá innviðaráðherra varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Til máls tók Þröstur Jónsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bréfi ráðherra kemur fram eftifarandi:
"Ljóst er að dómurinn byggir fyrst og fremst á þeirri forsendu að samkomulagið hafi ekki verið fært í lög með réttum hætti á sínum tíma og mun niðurstaðan, standi hún óbreytt, verða til þess að lækka þurfi framlög til allra sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði næstu árin ..."
Ég set varðnagla við þessi ummæli ráðherra að verði framlög skert eins og hér er lýst, gæti það orðið til þess að ríkið sé ekki lengur að efna samkomulag ríkis og sveitar frá 1996 um yfirtöku Múlaþings á rekstri grunnskóla þess. Gæti því orðið um forsendubrest að ræða svo rifta þurfi samkomulaginu ella semja upp á nýtt.

Lagt fram til kynningar.


Getum við bætt efni þessarar síðu?