Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

44. fundur 17. janúar 2024 kl. 13:00 - 15:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 08.01.2024, varðandi húsnæðisáætlun Múlaþings 2024.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi endurskoðaða húsnæðisáætlun til næstu 10 ára. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á skipan fulltrúa sveitarstjórnar í heimastjórn Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Jónína Brynjólfsdóttir taki sæti sem aðalmaður og formaður í heimastjórn Seyðisfjarðar í stað Bjargar Eyþórsdóttur sem taki sæti sem varamaður og varaformaður í heimastjórn Seyðisfjarðar í stað Jónínu Brynjólfsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 202401049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá innviðaráðherra varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Til máls tók Þröstur Jónsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bréfi ráðherra kemur fram eftifarandi:
"Ljóst er að dómurinn byggir fyrst og fremst á þeirri forsendu að samkomulagið hafi ekki verið fært í lög með réttum hætti á sínum tíma og mun niðurstaðan, standi hún óbreytt, verða til þess að lækka þurfi framlög til allra sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði næstu árin ..."
Ég set varðnagla við þessi ummæli ráðherra að verði framlög skert eins og hér er lýst, gæti það orðið til þess að ríkið sé ekki lengur að efna samkomulag ríkis og sveitar frá 1996 um yfirtöku Múlaþings á rekstri grunnskóla þess. Gæti því orðið um forsendubrest að ræða svo rifta þurfi samkomulaginu ella semja upp á nýtt.

Lagt fram til kynningar.


4.Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umfjöllunar að Isavia innanlandsflugvellir áforma að byrja að innheimta bílastæðagjöld á Egilsstöðum og Akureyri um næstu mánaðarmót en ekki í Reykjavík.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónssonar og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir ánægju með frestun á áformum Isavia um innheimtu á bílastæðagjöldum á Egilsstöðum.
Áformin fela í sér verulega auknar álögur fyrir íbúa á landsbyggðinni auk þess sem gjaldtakan eykur kostnað við almennt samgöngukerfi landsins. Sveitarstjórn Múlaþings felur sveitarstjóra að boða fulltrúa Isavia til fundar með fulltrúum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Þjónusta Íslandspósts

Málsnúmer 202401070Vakta málsnúmer

Til umræðu er skerðing á þjónustu Íslandspósts.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Vilhjálmur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings harmar þá ákvörðun Íslandspósts að hætta dreifingu fjölpóst á landsbyggðinni og hvetur til þess að ákvörðunin verði endurskoðuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Heimastjórn Borgarfjarðar - 43

Málsnúmer 2401008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

7.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Til máls tók vegna liðar 6, Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Djúpavogs - 45

Málsnúmer 2312006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 103

Málsnúmer 2312013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 104

13.Fjölskylduráð Múlaþings - 90

Málsnúmer 2312009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð Múlaþings - 91

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Eyþór Stefánsson, Björg Eyþórsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Eyþór Stefánsson til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson.
Vegna liðar 2. Hildur Þórisdóttir bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem kom til svara og Eyþór Stefánsson.
Vegna liðar 8. Ívar Karl Hafliðason og Hildur þórisdóttir. Vegna liðar 10, Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

15.Ungmennaráð Múlaþings - 26

Málsnúmer 2312005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Ungmennaráð Múlaþings - 27

Málsnúmer 2401012FVakta málsnúmer

Til máls tók Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

17.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?