Fara í efni

Erindi, samstarf um starfsemi nytjamarkaðarins Notó Djúpavogi

Málsnúmer 202402008

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá erindi frá Foreldrafélagi Djúpavogsskóla varðandi Notó nytjamarkað.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir með foreldrafélaginu og beinir því til sveitarstjórnar að hugað verði án tafar að aðstöðu til móttöku nytjahluta í samstarfi við félagið.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 45. fundur - 14.02.2024

Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Djúpavogskóla varðandi starfsemi nytjamarkaðarins Notó.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela verkefnisstjóra umhverfismála ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að huga að því hvort hægt sé að koma á aðstöðu til móttöku nytjahluta á Djúpavogi í samstarfi við foreldrafélag Djúpavogsskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Heimastjórn felur starfmanni að skoða möguleikann á að nýta "gamla sundlaugarhúsið" undir starfsemi Notó.
Getum við bætt efni þessarar síðu?