Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

47. fundur 06. mars 2024 kl. 13:00 - 15:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar forgangsröðun skipulagsverkefna hjá Múlaþingi.
Nýtt deiliskipullag við Hammersminni er áætlað 2025, en einnig er áætlað að fara í deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi og deiliskipulag fyrir nýtt hesthúshverfi á Djúpavogi en sú vinna er ekki tímasett í þessari forgangsröðun.

Heimastjórn gerir athugasemdir við að vinna við deiliskipulag á miðbæjarsvæði Djúpavogs sé ekki í forgangi. Vegna síaukinnar umferðar um miðbæinn sé nauðsynlegt að klára skipulagsvinnu sem hófst fyrir sameiningu sveitarfélaganna 2020.
Bent er á eldri bókanir frá Umhverfis og framkvæmdaráði (14.08.2023 90. fundur) og Heimastjórn (07.09.2023 41. fundur) um sama mál.

2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir þjónustustefnu Múlaþings. Starfsmanni falið að koma á framfæri nokkrum minniháttar ábendingum varðandi Þjónustustefnu Múlaþings.

3.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skv.
ákvæðum 36. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi ákveður að setja í forgang til næstu fimm ára, skv. 2. mgr. 33. gr. ofangreindra laga.

Heimstjórn gerir ekki athugaemdir við framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti

4.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 26.02.2024 fól Umhverfis- og framkvæmdaráð heimastjórn Djúpavogs að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu gömlu kirkjunnar svo hægt sé að ljúka framkvæmdum við húsið í samræmi við notkun þess.

Heimastjórn fór yfir þau erindi sem hafa borist og þær tillögur sem hafa verið til umræðu um nýtingu kirkjunnar undanfarin misseri og mun vinna áfram með þær tillögur og ákveða með hvaða hætti eigi að komast að niðurstöðu.

Heimastjórn bendir á að mikilvægt sé að klára framkvæmdir að utan þó svo að ekki sé búið að ákveða húsinu hlutverk.

5.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

6.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Eftirtaldar hugmyndir að samfélagsverkefnum bárust:
Hundasvæði á Djúpavogi
Aparóla við leiksvæðið í Blá
Minnismerki um sjómenn
Jógapallur á Brennikletti
Minnismerki "Að Breyta Fjalli"
Samfélagsgrillaðstaða á Djúpavogi
Leikskólahænur í Bjarkartúni
Bambagróðurhús við leikskólann Bjarkartún
Bætt aðgengi að Hálsaskógi

Starfsmanni falið að meta og kostnaðargreina nokkrar tillögur í samstarfi við Umhverfis- og framkvæmdasvið, í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

7.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Víkurland í Innri-Gleðivík á Djúpavogi

Málsnúmer 202402193Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fuglasafn á Djúpavogi

Málsnúmer 202402026Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur mikilvægt að fuglasafninu verði fundin varanlegur staður sem allra fyrst, en safnið hefur verið á hrakhólum undanfarin ár.
Heimastjórn felur starfsmanni að ræða enn frekar við hlutaaðeigandi varðandi nánari útfærslu á hans hugmyndum, bæði hvað varðar geymslu á safninu og mögulega uppsetningu á því til sýnis í framtíðinni.

9.Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar 2024

Málsnúmer 202402115Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun upplýsir að ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar sem halda átti á Ísafirði þann 12. október sl. verður haldinn þann 21. mars nk.
Sem fyrr er yfirskrift fundarins: Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa.

Heimastjórn mun senda fulltrúa á fundinn, í fjarfundi.

10.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn áréttar fyrri bókanir um vetrarþjónustu á Axarvegi og vilyrði Vegagerðarinnar um að opna fyrr.
Nú eru snjólög á Öxi með allra minnsta móti og því hvetur heimastjórn Vegagerðina til að ráðast í opnun strax, enda allt til reiðu.

11.Erindi, samstarf um starfsemi nytjamarkaðarins Notó Djúpavogi

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Heimastjórn felur starfmanni að skoða möguleikann á að nýta "gamla sundlaugarhúsið" undir starfsemi Notó.

12.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsókn Múlaþings 2024 í Fiskeldissjóð.
Um er að ræða fjármagn til endurbóta á slökkvistöð og til fjárfestinga í áhaldahúsi.

13.Upplýsingabeiðni

Málsnúmer 202403006Vakta málsnúmer

Heimastjórn felur starfsmanni að svara erindi Samkeppniseftirlitsins í samræmi við umræður á fundinum.

14.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Faktorshús: Framkvæmdir ganga vel, búið að stærstum hluta á neðri hæð og að hluta á efri hæð.

Sætún: Efni í utanhúsklæðningu er komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja vinnu við að klæða húsið.

Víkurland: Grjótvörn við innsta áfanga langt komin, en eftir að setja grjótvörn í fjöruna fyrir utan Sæbakka.

Hitaveituframkvæmdir: Boranir hófust i febrúar, búið að bora um 470 metra. Bokróna er föst en unnið er því að losa hana og verður borun áframhaldið ef það tekst, annars gæti þurft að endurskoða boráætlun.

Borgarland: Góður gangur hefur verið undanfarið, en mikið frost í jörðu hefur verið að valda verktaka vandræðum.

15.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 4. mars á netfangið eiður.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?