Fara í efni

Fuglasafn á Djúpavogi

Málsnúmer 202402026

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni varðandi fuglasafn á Djúpavogi.

Heimastjórn líst vel á erindið og felur starfsmanni að vinna málið áfram og fá nánari upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi með það fyrir augum að hægt verði að afgreiða það formlega á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Heimastjórn telur mikilvægt að fuglasafninu verði fundin varanlegur staður sem allra fyrst, en safnið hefur verið á hrakhólum undanfarin ár.
Heimastjórn felur starfsmanni að ræða enn frekar við hlutaaðeigandi varðandi nánari útfærslu á hans hugmyndum, bæði hvað varðar geymslu á safninu og mögulega uppsetningu á því til sýnis í framtíðinni.
Getum við bætt efni þessarar síðu?