Fara í efni

Drög að nýrri samþykkt LungA skólans, stjórnarmeðlimur

Málsnúmer 202402084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 107. fundur - 20.02.2024

Fyrir liggja drög að nýrri samþykkt fyrir LungA skólann ses. þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni einn stjórnarmeðlim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að tilnefna einn fulltrúa í stjórn LungA skóla í samræmi við 7 gr. fyrirliggjandi draga að nýjum samþykktum fyrir skólann.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs dags.20.febrúar sl.þar sem því er beint til heimastjórnar Seyðisfjarðar að tilnefna einn fulltrúa í stjórn LungA skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur í stjórn LungA skólans og felur starfsmanni heimastjórnar að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?