Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

44. fundur 07. mars 2024 kl. 08:30 - 12:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan síðan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða og fól JB varaformanni Björgu Eyþórsdóttur stjórn fundarins. Í framhaldi vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu máls.

Fyrir fundinum liggja fundagerðir samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags.19.02.og 26.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan síðan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða og fól JB varaformanni Björgu Eyþórsdóttur stjórn fundarins. Í framhaldi vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu máls. Undir liðnum kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála inn á fundinn og fór yfir málið.

Fyrir heimastjórn lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.4. mars sl. er varðar breytingar á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis,Pálshúsreit og Öldunnar. Markmið breytinganna er að auka athafnarými hafnarinnar með greiðu aðgengi að hafnarkanti og tryggja öruggt svæði fyrir uppbyggingu Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur að endurskoða þurfi lóðarstærðir á athafnasvæði móts Lónsleiru auk þjónustusvæðis við Hafnargötu svo hægt sé að bjóða upp á minni byggingarlóðir í bland við stærri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 08:45

3.Skíðasvæðið í Stafdal, öryggismál

Málsnúmer 202403016Vakta málsnúmer

í upphafi liðar kom JB aftur inn á fundinn og tók við stórn fundar. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sigurbjörg H. Kristjánsdóttir og fór yfir stöðu mála. Heimastjórn þakkar Sigurbjörgu komuna, greinagóð svör og upplýsingar.

Etirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að skíðaiðkendur voru hætt komnir vegna snjóflóðs í Stafdal um liðna helgi, telur heimastjórn mikilvægt að vinnu við hættumat vegna snjóflóða í Stafdal verði lokið sem fyrst enda hefur sú vinna tafist í fjölda ára. Heimastjórn beinir því til fjölskylduráðs að hún fylgi málinu eftir við Vedurstofu Íslands og hvenær megi vænta þess að vinnu við matið verði lokið.
Þá telur heimastjórn ekki síður brýnt að verklag snjóflóðaeftirlits og öryggis- og viðbragðsþátta í Stafdal verði yfirfarið í kjölfar atburðarins svo koma megi í veg fyrir og minnka líkur á að slíkir atburður endurtaki sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurbjörg H. Kristjánsdóttir - mæting: 10:30

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar fyrir innsendar tillögur sem voru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Heimastjórn tók tillögurnar til umræðu og er formanni og starfsmanni falið að kanna forsendur verkefna og kostnaðargreina í samræmi við umræður á fundinum.

Málið áfram í vinnslu.

5.Drög að nýrri samþykkt LungA skólans, stjórnarmeðlimur

Málsnúmer 202402084Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs dags.20.febrúar sl.þar sem því er beint til heimastjórnar Seyðisfjarðar að tilnefna einn fulltrúa í stjórn LungA skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur í stjórn LungA skólans og felur starfsmanni heimastjórnar að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Erindi frá eigendum fasteignar við Fjarðará

Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi dags.13.feb sl. frá Ólafi Pétursyni og Rannveigu Þórhallsdóttur þar sem óskað er eftir svörum er varðar afgreiðslu umhverfis-og framkvæmdaráðs á deiliskipulagi við Árstíg. Skipulagsfulltrúi Sigurður Jónsson sat fundinn og fór yfir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar skipulagsfulltrúa fyrir góða yfirferð og vísar erindinu til umhverfis-og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:30

7.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugsemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framkomin drög.

8.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Lagt fram til kynningar.

9.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2024

Málsnúmer 202402115Vakta málsnúmer

Fyrir lá að tilnefna fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar á ársfund náttúruverndarnefnda 2023 sem haldinn verður á Ísafirði 21.mars.næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Margréti Guðjónsdóttur til að sitja fundinn. Margrét mun sitja fundinn í gegnum Teams.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á verðskrá fjarvarmaveitu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202402155Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til upplýsingar, breyting á verðskrá RARIK á fjarvamaveitu á Seyðisfirði. Með auknu framlagi orku- og loftlagsráðuneytisins bitnar þessi tímabundna hækkun ekki á íbúum Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

11.Upplýsingabeiðni

Málsnúmer 202403006Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsagnabeiðni frá Samkeppniseftirlitinu vegna kaupa Síldarvinnslunnar á 50% eignarhlut í Ice Fresh Seafood ehf.af Samherja hf

Etirfarandi tillaga lögð fram:
Starfsmanni falið að koma umsögn á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2.2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Bæjarhátíð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Heimastjórn tók til umræðu möguleika á bæjarhátíð Seyðisfirði.

Málinu frestað.

14.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Íbúfandur 6.mars: Mjög vel var mætt á íbúafund heimastjórnar þar sem farið var yfir helstu verkefni sem standa yfir og eða eru að fara í framkvæmd. Þeir sem fluttu erindi voru eftirtaldir:

Björn Ingimarsson Sveitastjóri sem fór yfir málefni hafnarinnar: Stefnumörkun, hámarkfjölda ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum. Langtenging skipa, EPI - umhverfiseftirlitskerfi, áform um viðbyggingu við Ferjuhúsið, gönguleið að Gufufossi, samninginn við ríkið um flutning húsa, stöðu mála um vinnu um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og stöðu mála varðandi vinnu samráðshóps um framtíðaruppbyggingu á Seyðisfirði.

Aðalheiður Borgþórsdóttir Atvinnu- og menningarmálastjóri talaði almennt um ferðaþjónustu og fór yfir viðhorfskönnun sem framkvæmd var í nóvember -des 2023 er varðaði komu skemmtiferðaskipa.

Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir í bænum. Fór hún meðal annars yfir:
Ofanflóðavarnir undir Bjólfi, talað er um að ofanflóðaverkefnin undir Bjólfi klárist 2027.
Stækkun á húsbílastæði: Vinna í gangi.
Neðri Botnar: Stefnt á að koma verkhönnun af stað sem fyrst.
Gatnagerð og gangstéttar: í sumar verður farið í gangstéttagerð á Gilsbakka, Lækjargötu og Garðarsveg að Lækjagötu.
Herðubreið: Hönnun að klárast á klæðningu og verður útboð núna í mars.
Gamla ríkið: Hönnun á lokametrunum, útboð í mars á fyrsta þrepi sem er að byggja kjallarann og færa húsið
Skóli: Frumhönnun að klárast og stefnt að framkvæmdir hefjist 2025.


Magnús Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóðamála fór yfir skýrslu "Mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á íslandi". Fram kom m.a. að á Seyðifirði sé atvinnustarfsemi á C svæði umfangsmest á öllu landinu.

Ástæða er til að fagna því að búið er að semja um framkvæmd verskins Baugur Bjólfs sem hefst í sumar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?