Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

107. fundur 20. febrúar 2024 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að mál.nr 15, Ósk um umsögn um gullhúðun EES reglna yrði bætt við dagskrá fundarins. Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún því samþykkt.

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Er orka til heimasbrúks. Málþing 15.mars 2024

Málsnúmer 202402081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum boðun til málþings um stöðuna í orkumálum sem verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 15. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

3.Mögulegt vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202312093Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

Gestir

  • Aron Thorarenssen - mæting: 10:00

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi gögnum varðandi kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ til Jóns Jónssonar hjá Sókn Lögmannsstofu sem sér um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 05.02.2024 og 12.02.2024.

lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 07.02.2024 og 14.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2024

Málsnúmer 202402111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 06.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi 2024

Málsnúmer 202402112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Samningur milli Múlaþings og Leikfélags Fljótsdalshéraðs um félags- og geymsluaðstöðu 2024

Málsnúmer 202402016Vakta málsnúmer

Samningur milli Múlaþings og Leikfélags Fljótsdalshéraðs vegna félags- og geymsluaðstöðu rann út um áramótin 2023/2024. Hér er beiðni um endurnýjun á samningi og drög þess efnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi milli sveitarfélagsins og Leikfélags Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu fyrir árin 2024 og 2025. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Drög að nýrri samþykkt LungA skólans, stjórnarmeðlimur

Málsnúmer 202402084Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að nýrri samþykkt fyrir LungA skólann ses. þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni einn stjórnarmeðlim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að tilnefna einn fulltrúa í stjórn LungA skóla í samræmi við 7 gr. fyrirliggjandi draga að nýjum samþykktum fyrir skólann.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum

Málsnúmer 202402106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Eiði Gísla Guðmundssyni varðandi námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.

Undir þessum lið vakti Hildur Þórisdóttir máls á mögulegu vanhæfi Ívars K. Hafliðasonar. Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var fellt, tveir voru á móti (BHS,VJ) og þrír sátu hjá (HÞ,HHÁ,ÍKH)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi athugasemda samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að koma á fundi með Umhverfisstofnun varðandi fyrirkomulag námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Rafrænn fundur fyrir sveitarfélög um jafnréttismál

Málsnúmer 202402107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs þar sem vakin er athygli á því m.a. að 13. mars nk. kl. 09:00-10:00 muni fara fram rafrænn fræðslufundur fyrir sveitarfélög varðandi jafnréttismál. Byggðaráðsfulltrúar eru hvattir til að taka frá tímann og mun verkefnastjóri mannauðs senda út nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er þær liggja fyrir.

Lagt fram til kynningar.

14.Viðhaldsvottun á jafnlaunakerfi Múlaþings 2024

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs varðandi fyrirhugaða jafnlaunaúttekt sveitarfélagsins sem verður 20. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

15.Ósk um umsögn um gullhúðun EES reglna

Málsnúmer 202402130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að starfshópur um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna óskar eftir ábendingum og umsögnum um tilvik þar sem gullhúðun hefur verið beitt. Undir þessum lið tengdist inn á fundinn Aron Thorarenssen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings, og gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skilað verði inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum vegna persónuverndarlöggjafarinnar fyrir hönd sveitarfélagsins, í samráðsgátt, varðandi gullhúðun EES-reglna og felur sveitarstjóra að sjá til að svo verði gert.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aron Thorarenssen - mæting: 10:20

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?