Fara í efni

Flugdagur á Egilsstöðum 28.7.2024

Málsnúmer 202403015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Þuru Garðarsdóttur, fyrir hönd starfsfólks Egilsstaðaflugvallar, dagsett 2.3.2024, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs flugdags á Egilsstaðaflugvelli sem áætlað er að halda 28.7.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við að haldinn verði flugdagur á Egilsstaðaflugvelli 28. júlí 2024 í samræmi við fyrirliggjandi drög að dagskrá. Skrifstofustjóra Múlaþings falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við aðstandendur hátíðarinnar (BIEG).

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 116. fundur - 14.05.2024

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. mars. 2024, frá Þuru Garðarsdóttur, þar sem sótt er um styrk til að halda hátíðina Flug og fákar, 28. júlí á Egilsstaðaflugvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að styrkja hátíðina Flug og fákar, sem haldin verður 28. júlí á Egilsstaðaflugvelli, um kr. 450.000 af lið 21810.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?