Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

111. fundur 19. mars 2024 kl. 08:35 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2023

Málsnúmer 202403036Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

3.Hafnargata 40B, sala

Málsnúmer 202311364Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjögur tilboð í íbúðarhús og bílskúr við Hafnargötu 40B á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka tilboði Arnars Bergmanns Jónssonar í íbúðarhús við Hafnargötu 40B, á Seyðisfirði en hafna öllum tilboðum í bílskúr við Hafnargötu 40B. Sveitarstjóra veitt umboð, fyrir hönd sveitarfélagsins, til að ganga frá sölu eignarinnar og undirrita öll skjöl því tengd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Flugdagur á Egilsstöðum 28.7.2024

Málsnúmer 202403015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þuru Garðarsdóttur, fyrir hönd starfsfólks Egilsstaðaflugvallar, dagsett 2.3.2024, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs flugdags á Egilsstaðaflugvelli sem áætlað er að halda 28.7.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við að haldinn verði flugdagur á Egilsstaðaflugvelli 28. júlí 2024 í samræmi við fyrirliggjandi drög að dagskrá. Skrifstofustjóra Múlaþings falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við aðstandendur hátíðarinnar (BIEG).

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum

Málsnúmer 202402106Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist fulltrúi Umhverfisstofnunar, Bjarni Pálsson, sem fór yfir fyrirkomulag námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með Hreindýraveiðum og brást við ábendingum og spurningum er fram komu.

Byggðaráð þakkar Bjarna Pálssyni fyrir komuna, yfirferð og greinagóð svör.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreindýraleiðsaga er í dag viðkvæm atvinnugrein á Austurlandi þar sem menn hafa lagt í miklar fjárfestingar til að geta sinnt slíku starfi sómasamlega. Með því að fjölga leiðsögumönnum alstaðar frá á landinu sem fyrst og fremst munu leiðsegja vinum og vandamönnum en ekki starfa við leiðsögu, er vegið að þessari atvinnugrein heimamanna. Þá skal á það bent að hreindýrleiðsaga er til komin þar sem sveitarfélög og bændur gáfu frá sér réttinn til úthlutnar til Umhververfisstofnunar í stað þess að geta haft starf af leiðsögu fyrir sig og afkomendur sína.
Tel rétt að byggðarráð og helst sveitarstjórn Múlaþing geri skýlausa kröfu um að námskeið fyrir hreindýraeftirlitsmenn verði haldin staðbundið á Austurlandi og próf þyngd er varðar staðkunnáttu.

Gestir

  • Bjarni Pálsson - mæting: 10:00

6.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur

Málsnúmer 202402223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt. Einnig liggja fyrir bókanir frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 07.03.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að, við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt, verði áfram stutt við landgræðslu, þar með talið skógrækt sem nú þegar er veigamikil atvinnugrein, og bætt verði þar í til að ná markmiðum um uppgræðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 26.02.2024.

Lagt fram til kynningar

8.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 26.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um umsögn Múlaþings á sérstöku ákvæði kaupsamnings

Málsnúmer 202403093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á sérstöku ákvæði kaupsamnings og liðsinnis vegna stefnubreytinga stjórnvalda við uppkaup fasteigna vegna náttúruhamfara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fá mat lögfræðings á viðbrögðum við fyrirliggjandi erindi og verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði er slíkt mat liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402215Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í vinnslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hingað til hefur verið talað um byggðarstefnu. Það er kannski tímanna tákn að nú á að setja fram borgarstefnu þar sem borgirnar eiga að vera tvær; Reykjavík og Akureyri.
Nógu erfitt hefur hingað til verið fyrir fámenna landsbyggðina að etja kappi við sívaxandi höfuðborg.
Múlaþing og í raunar Austurland allt hefur átt í samkeppni við Akureyri. Má þar til nefna í málefnum flugvalla og heilbrigðisþjónustu auk nýlegrar kjördæma-breytingar sem hefur veikt vægi Austulands gagnvart mun fjölmennari Akureyri. Svo virðist sem áhugi stjórnvalda beinist nú að því að þétta byggð nær "borgunum tveim" á enn meiri kostnað landsbyggðar. Þetta má meðal annars sjá í vegaframkvæmdum á landsbyggðinni þar sem ríkisvaldið dregur lappirnar með minnstu nýframkvæmdir svo sem Axar veg.
Legg því til að gerð borgarstefnu verði slegin af og í þess stað að stjórnvöld einbeiti sér að öflugri byggðarstefnu, sem stuðlar að byggð í landinu öllu.

11.80 ára afmæli lýðveldisins

Málsnúmer 202403009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá afmælisnefnd 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur atvinnu- og menningarmálastjóra sveitarfélagsins að vera í sambandi, fyrir hönd sveitarfélagsins, við fulltrúa afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins varðandi samstarf og fyrirkomulag hátíðardagskrár á 80 ára afmæli lýðveldisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknarslóðum 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarstefnu og fyrirkomulag landvörslu á Víknaslóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Yfirlýsing um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 202403052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá sviðsstjóra þjónustusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins við kjarasamninga þann 8. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

14.Sumarlokun skrifstofa Múlaþings 2024

Málsnúmer 202403121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með mánudeginum 8. júlí og til og með föstudeginum 2. ágúst. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með föstudeginum 2. ágúst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?