Fara í efni

Yfirlýsing um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 202403052

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir það, er fram kemur m.a. í fyrirliggjandi áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að mikilvægt sé að horfa til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna og koma á langtímakjarasamningum. Sveitarstjóra falið að láta vinna samantekt og greiningu, hvað Múlaþing varðar, á þeim þáttum er fram koma í stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stefnt verði að því að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir til umfjöllunar á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur erindi frá sviðsstjóra þjónustusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins við kjarasamninga þann 8. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 47. fundur - 10.04.2024

Fyrir liggur áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Einnig liggur fyrir mat á áhrifum þessa á rekstur sveitarfélagsins.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir stuðningi við þær áherslur er fram koma í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Sveitarstjóra falið að láta vinna greiningu á mögulegum áhrifum þessa á samþykkta fjárhagsáætlun vegna yfirstandandi árs og verði viðauki við samþykkta fjárhagsáætlun lagður fyrir byggðaráð til afgreiðslu er niðurstaða liggur fyrir.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?