Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

46. fundur 13. mars 2024 kl. 13:00 - 17:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
 • Sigurður Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2023

Málsnúmer 202403036Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2023.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björn Ingimarsson, Sigurður Gunnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Einar Freyr Guðmundsson, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2023 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.02.2024, varðandi verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi breytingartillaga fyrir Verndarsvæðið við voginn verði send ráðherra til staðfestingar. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.02.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnistöku á Kiðueyri í samræmi við 32. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagstillaga, vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs fyrir frístundasvæði á Eiðum, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli til umsagnar.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslna heimastjórna Borgarfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar gerir sveitarstjórn Múlaþings ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu Umhverfisstofnunar að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing, vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, fyrir nýtt athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík og nýja vegtengingu við Þjóðveg 1, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á skipan fulltrúa öldungaráðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Þorvaldur P. Hjarðar taki sæti sem fulltrúi í öldungaráði í stað Írisar Randversdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Yfirlýsing um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 202403052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir það, er fram kemur m.a. í fyrirliggjandi áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að mikilvægt sé að horfa til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna og koma á langtímakjarasamningum. Sveitarstjóra falið að láta vinna samantekt og greiningu, hvað Múlaþing varðar, á þeim þáttum er fram koma í stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stefnt verði að því að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir til umfjöllunar á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Við upphaf þessara dagskráliðar vakti Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Forseti tók mögulegt vanhæfi til umræðu og afgreiðslu. Opnuð var mælendaskrá tóku eftirfarandi til máls: Jónína Brynjólfsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Forseti bar upp tillögu um vanhæfi sem var felld með 5 atkvæðum (JB,SG,EFG,BE,VJ), 4 fylgjandi tillögunni (HÞ,ÁMS,HHÁ,ÞJ) og 2 sátu hjá (ÍKH,ES).

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir samhljóða bókanir heimastjórna Múlaþings og lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreinings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarréttarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til íslenska ríkisins að taka umrædda kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Lánasamningar 2024

Málsnúmer 202402222Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 27.02.2024, varðandi fjármál sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000,- með lokagjalddaga 20. mars 2039 og að Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl fyrirmæli og tilkynningar er tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Heimastjórn Borgarfjarðar - 45

Málsnúmer 2403002FVakta málsnúmer

Til máls tóku: vegna liðar 9, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Hildar og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44

Málsnúmer 2402021FVakta málsnúmer

Til máls tóku: vegna liðar 10, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Djúpavogs - 47

Málsnúmer 2402024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 13, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Hildur þórisdóttir og Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 4, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44

Málsnúmer 2402014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 11, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir. Vegna liðar 1, bar Þröstur Jónsson upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir kom til svara og Þröstur Jónsson. Vegna liðar 14, Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir kom og svaraði fyrirspurn Hildar, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Eyþór Stefánsson til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 4, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 107

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem kom til svara, Ásrún M. Stefánsdóttir með andsvar, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi H. Ásgrímsson með andsvar, Ásrún M. Stefánsdóttir til svara og bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem kom til svara, Björn Ingimarsson sem kom til svara, Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Vegna liðar 12, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir sem kom til svara og Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 15, Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 14, Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 108

Málsnúmer 2402013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 109

Málsnúmer 2402022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 110

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108

Málsnúmer 2402007FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 11, Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109

Málsnúmer 2402017FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ívar Karl Hafliðason með andsvar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir með andsvar, Eyþór Stefánsson og Jónína Brynjólfsdóttir. Vegna liðar 3, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110

Málsnúmer 2402019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 95

Málsnúmer 2402008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 96

Málsnúmer 2402016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 97

Málsnúmer 2402020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Ungmennaráð Múlaþings - 28

Málsnúmer 2402011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?