Fara í efni

Innsent erindi, athugasemd við útgáfu byggingarheimildar fyrir spennistöð við Vesturveg 1

Málsnúmer 202403096

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 6. mars 2024, frá fasteignaeigendum við Vesturveg 3 vegna málsmeðferðar Múlaþings við útgáfu byggingarheimildar vegna spennistöðvar við Vesturveg 1.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa og verkefnastjóra á stjórnsýslusviði að vinna drög að svari við fyrirliggjandi erindi sem lagt verður fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri á stjórnsýslusviði sitja fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá fasteignaeigendum við Vesturveg 3. Jafnframt eru lögð fram drög að svari við erindinu í samræmi við bókun ráðsins á 111. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?