Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

114. fundur 22. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Björn Ingimarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-3.
Verkefnastjóri framkvæmda, Steingrímur Jónsson, sat fundinn undir lið nr. 5.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir liðum nr. 6 og 7.
Verkefnastjóri á stjórnsýslusviði, Aron Thorarensen, sat fundinn undir lið nr. 7.

1.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Víkurland í Innri-Gleðivík á Djúpavogi

Málsnúmer 202402193Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skýrsla Rannsóknanefndar samgönguslysa vegna banaslyss á Djúpavogi í júní 2022. Þar eru lagðar fram 3 tillögur að öryggissátt og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum til Rannsóknanefndar samgönguslysa og felur hafnarstjóra að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða.

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lagður er fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023.

3.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202404075Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar fundargerð frá aðalfundi Cruise Icelands sem haldinn var þann 3. apríl síðast liðinn.

4.Tjaldsvæði á Seyðisfirði, staðsetning

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrir ráðinu hugmyndir um nýja staðsetningu fyrir tjaldsvæðið á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu á nýju tjaldsvæði á Seyðisfirði en vísar málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar og umsagnar hjá Veðurstofu Íslands.

Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að undirbúa hreinsunarátak í samræmi við fyrirliggjandi teikningu, sem auglýst verður í vor.

Samþykkt samhljóða.

5.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmda kynnir stöðu mála við útboð á klæðningu á Herðubreið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd við Herðubreið verði boðin út, enda í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2024 og afgreiðslu heimastjórnar Seyðisfjarðar á 43. fundi hennar.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi frá eigendum fasteignar við Fjarðará

Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá lóðarhöfum við Fjarðará, Ólafi Péturssyni og Rannveigu Þórhallsdóttur. Jafnframt eru lögð fram drög að svari við erindinu í samræmi við bókun ráðsins á 111. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum ásamt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

7.Innsent erindi, athugasemd við útgáfu byggingarheimildar fyrir spennistöð við Vesturveg 1

Málsnúmer 202403096Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri á stjórnsýslusviði sitja fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá fasteignaeigendum við Vesturveg 3. Jafnframt eru lögð fram drög að svari við erindinu í samræmi við bókun ráðsins á 111. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða.

8.Innsent erindi, Rúnagarður

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sergiy Gontar um afnot af landi við Hafnargötu 33 á Seyðisfirði þar sem hann hyggst koma upp Rúnagarði.

Máli frestað til næsta fundar.

9.Umsókn um lóð utan þéttbýlis, Djúpovogr

Málsnúmer 202404071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Guðjóni Garðari Sigurðssyni, dags. 9. apríl 2024, um óstofnaða lóð utan þéttbýlis á Djúpavogi fyrir frístundahús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að frístundalóð á þessum stað er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ráðið fellst ekki á að gerð verði breyting á skipulagi svo hægt sé að stofna þar frístundalóð og úthluta til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

10.Innsent erindi, yfirlögn og lagfæring í Brattahlíð

Málsnúmer 202404101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þorvaldi Jóhannssyni, íbúa við Brattahlíð 10 á Seyðisfirði, dags. 15. apríl 2024, þar sem óskað er eftir endurbótum á yfirborði götu við Brattahlíð.
Málsaðili hefur áður sent inn samskonar erindi sem ráðið tók afstöðu til á fundum sínum 3. júlí og 18. desember 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en miðað við forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.

Samþykkt samhljóða.

11.Innsent erindi, Veðurstöð í Eyvindardal

Málsnúmer 202404143Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu (BVW) er tekin til umræðu hugmynd um uppsetningu veðurstöðvar í Eyvindardal.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur í Umhverfis- og framkvæmdaráði samþykkir að beina því til Vegagerðarinnar að setja upp, eins fljótt og við verður komið, síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna veðurgögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Verkefnið er til þess fallið að kanna fýsileik þess að byggja göng undir Eskifjarðarheiði með það að markmiði að stytta leiðir og bæta öryggi vegfarenda, minnka kolefnasporið og ekki síst vegna þeirra er þurfa að nýta þjónustu HSA í Neskaupstað.

Felld með 4 atkvæðum, 1 samþykkir (ÁHB) og 2 sitja hjá (ÞB og HSÞ).

12.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir helstu verkefni líðandi stundar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?