Fara í efni

Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410020

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafnamála sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að tekju- og rekstraráætlun ásamt fjárfestingaráætlun hafna Múlaþings fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir og vísar þeim til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Fyrir liggur að taka til umfjöllunar breytingu á fjárhagsáætlun hafna Múlaþings fyrir árið 2025 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við bætta aðstöðu í Innri Gleðivík.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerðar verði breytingar á fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2025 í tengslum við uppsetningu á stormpolla í Innri Gleðivík. Ráðið felur hafnarstjóra að finna framkvæmdinni stað innan gildandi fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?