Fara í efni

Framtíð landvörslu á Víknaslóðum

Málsnúmer 202501052

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 138. fundur - 20.01.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlögð til kynningar greinargerð Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóð Borgarfjarðar eystri um framtíð og ábyrgð Víknaslóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og telur brýnt að fundin verði varanleg lausn á landvörslu á Víknaslóðum til framtíðar. Verkefnastjóra umhverfismála og starfsmanni heimastjórnar falið að vinna málið áfram í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur greinargerð Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri um framtíð og ábyrgð á landvörslu á Víknaslóðum. Umhverfis- og framkvæmdaráð fól verkefnastjóra umhverfismála og starfsmanni heimastjórnar Borgarfjarðar að vinna málið áfram í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra.
Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar erindið og telur brýnt að fundin verði varanleg lausn á landvörslu á Víknaslóðum.
Málið áfram í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?